Katla og Hendrikka Waage í eina sæng

Katla og Hendrikka Waage í eina sæng

Katla og Hendrikka Waage í eina sæng

Katla fatamerki Áslaugar Magnúsdóttur viðskipta- og athafnakonu og Hendrikka Waage skartgripahönnuður og myndlistakona hafa nú sameinað krafta sína og frumsýndu í dag nýja línu sem ber nafnið “Wonderful beings”. Um ræðir boli og peysur sem eru hannaðar undir merkjum Katla skreytt myndlistarverkum Hendrikku Waage sem koma í takmörkuðu upplagi.

Hendrikka Waage sem er einna þekktust fyrir skartgripahönnun sína hélt sýningu á myndlistarverkum sínum hér á landi í ágúst í fyrra. En verkin sem eru protrait og prýða litíkar og fallegar konur hafa nú verið yfirfærðar á fatnað frá Katla.  Katla fatamerkið höfum við aðeins fjallað um á Innlit og prýddi það meðal annars lista yfir uppáhalds jogginggallana okkar eftir íslenska hönnuði.

Það er einstaklega skemmtilegt og táknrænt að sjá hvernig tvær dýnamískar íslenskar viðskipta- og listakonur nota krafta sína á alþjóðlegum degi kvenna með því að sameina hönnun sína á svo faglegan og flottan hátt. Útkoman er hreint út sagt frábær. Til hamingju með daginn Áslaug, Hendrikka sem og allar aðrar konur!

Uppáhalds jogginggallarnir eftir íslenska hönnuði

Uppáhalds jogginggallarnir eftir íslenska hönnuði

Uppáhalds jogginggallarnir eftir íslenska hönnuði

Það er fátt sem er meira heillandi en þæginlegur og fallegur fatnaður. Sú staðreynd að fallegir og vel hannaðir jogginggallar hafa verið að tröllríða tískuheiminum um þessar mundir er einstaklega ánægjuleg staðreynd, að margra mati, þar á meðal undirritaðar. Að klæðast fallegum jogginggalla þykir alls ekki vera “understatement” því að vera í smart jogging fötum við háa hæla og fínan frakka þykir alveg einstaklega elegant. Svo er ekki síður töff að vera í flottum grófum götuskóm við eða bara skottast um á stigaskónum!

Innlit tók saman uppáhalds jogging-dressin sín eftir íslenska hönnuði. Einstaklega smart dress öll sem eitt og hér látum við fylgja nokkrar staðreyndir um merkin og hönnuðina á bak við þau.

Hver: Bára Hólmgeirsdóttir er hönnuðurinn á bak við Aftur. Bára hefur ávallt verið langt á undan sinni samtíð þegar kemur að sjálfbærni, endurnýtingu og umhverfismálum.

Hvar: Aftur er staðsett við Laugaveg 45 í 101 Reykjavík.

Stefna: Aftur var stofnað árið 1999 og hefur allt frá byrjun hannað fatnað út frá endurunnum fatnaði. Það sem einkennir Aftur er sjálfbærni, umhverfisvitund og virðing fyrir náttúru og dýrum. Bára hlaut viðurkenninguna Eldhugi í umhverfismálum árið 2020 á vegum Reykjavíkurborgar.

Hver: Heba Björg Hallgrímsdóttir er hönnuðurinn á bak við Absence of color, eða AOC. Heba byrjaði ung í tískubransanum og hefur verið viðlogandi hann síðan hún var 17 ára. Hún ákvað árið 2013 að opna AOC. 2014 uppgvötaði Topshop merki hennar á ASOS Marketplace sem er showroom fyrir lítil sjálfstæð merki og síðan þá hefur fyrirtæki hennar farið ört vaxandi.

Hvar: AOC er staðsett í London og er með eigin verslanir í Bretlandi og í New York. Vörur AOC eru seldar í 20 verslunum í Mið-Austurlöndum sem og minni sjálfstæðum verslunum víðsvegar um Evrópu. Vörur AOC er einnig að finna í vefverslunum Topshop og Nordstrom.com 

Stefna: Tímalaus hönnun sem er mínímalísk. 

Hver: Hönnuður Katla er Áslaug Magnúsdóttir viðskiptakona og frumkvöðull. Áslaug var fyrsta kona Íslands til að útskrifast með MBA frá viðskiptadeild Harvard háskólans og hefur einnig getið af sér gott orð í heimi lúxusenda fatatískunnar í Bandaríkjunum.

Hvar: Áslaug Magnúsdóttir hefur verið búsett og starfandi í Bandaríkjunum í mörg ár og er lína hennar Katla framleidd þar ytra.

Stefna: REDUCE – REUSE – RECYCLE. Umhverfisvæn stefna í framleiðsluferli, lífræn og náttúruleg efni notuð í flíkur. Bjóða uppá tímalausa hönnun og hágæða vörur og þjónustu. Þau bjóða einnig viðskiptavinum sínum upp á að senda þeim tilbaka flíkur sem þeir hættir eru að nota þeim að kostnaðarlausu og bjóða inneign upp í næstu kaup.


Aníta Briem leikkona tekur sig vel út í hönnun KATLA. Töff joggari og skæsuleg taska með, er flott samsetning.

AOC gallarnir eru mjög “reffilegir” og flottir við CONVERSE sem og háa hæla.

Aftur stendur ávallt fyrir sínu, grófir Dr.Marteins eru alveg málið í vetur.

Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Eva og Oddný eru með frekar ólíkan bakrunn, Eva er með gráðu í markaðsfræðum og mannauðsstjórnun en Oddný er hjúkrúnarfræðingur að mennt og vinnur sem slíkur hún er einnig með brennandi áhuga á handavinnu. En þær eiga þó eitt og annað sameiginlegt sem leiddi þær út í það að fara að hanna saman fatnað fyrir börn. Svona fyrir utan það að vera mágkonur, þá eru þær báðar fagurkerar, hafa næmt auga fyrir hönnun og finnst mjög gaman að versla fatnað! Þær eiga líka börn á grunnskólaaldri og fundu þörf til að sinna þeim markaði hvað varðar þæginlegan, mjúkan og kynlausum fatnað.

Hefur lengi langað að fara saman út í rekstur 

“Okkur hefur lengi langað að fara út í rekstur saman og áttum næstum 3ja ára gamalt vinnuskjal með hugmyndum að vörumerkjum til að flytja inn sem við dustuðum rykið af reglulega. Við vorum þá báðar í fullri vinnu og með lítil börn þannig að það gerðist lítið. Síðasta vetur var ég að vakna aftur til lífsins eftir kulnun og Oddný í fæðingarorlofi þá ákváðum við að skoða þetta fyrir alvöru, segir Eva, en sáum þá fljótt að flest þessara vörumerkja sem við höfðum listað niður voru nú fáanleg á íslenskum markaði.

“Það sem þessi vörumerki áttu sameiginlegt var að þau fókusa að mestu á ungabörn og unga krakka. Við sáum þá að það vantaði frekar fatnað og vörur fyrir börn á grunnskólaaldri og verandi móðir tveggja barna á þeim aldri þá hafði ég upplifað það af eigin raun hvað það getur verið erfitt að fá fatnað við hæfi, bætir Eva við. Út frá því fórum við að skoða vörumerki til innfluttnings sem væru með gott úrval fyrir grunnskólabörn en svo virðist sem það sé gat í þessum markaði á fleiri stöðum en á Íslandi og fundum við ekkert sem okkur leist á.”

Fatnaðurinn sem við vorum að leita eftir þurfti að tikka í nokkur box hvað varðar þægindi og gæði, hann þurfti einnig að henta íslensku veðurfari, vera kynlaus og að sjálfsögðu á viðráðanlegu verði fyrir allflesta.

Segið mér aðeins frá þessari pælingu að vera með UNISEX fatnað? “Öll okkar hönnun, hvort sem það eru snið eða litir er gert með einstaklinginn í huga ekki kyn. Börn eiga ekki að óttast að versla það sem þeim þykir flott því það er búið að setja þau og fatnaðinn í eitthvað fyrirfram ákveðið box. Við leggjum líka mikið upp úr því að sýna fjölbreytileikann á samfélagsmiðlum því við sem foreldrar þurfum oft líka að koma okkur út úr þessu boxi.

Hvar er hægt að nálgast vörurnar? “Vörurnar verða fáanlegar í netverslun okkar. Þar verður að finna peysur, buxur, boli, jakka, húfur, sundpoka og fleiri fylgihluti. Við ætlum að vera duglegar að bæta nýjum vörum við reglulega í stað þess að koma með heilar vörulínur nokkrum sinnum yfir árið.”

 

Hér má sjá dæmi um hönnun tvíeykisins. Fyrir neðan myndir er linkur á Fésbókarsíðu og Instagram ELEVEN RVK.

 

Vefsíða og verslun: www.elevenrvk.is

Maríuklæði verða til í Sigvaldahúsi í Kópavoginum

Maríuklæði verða til í Sigvaldahúsi í Kópavoginum

Maríuklæði verða til í Sigvaldahúsi í Kópavoginum

Í fallegu Sigvaldahúsi, raðhúsi frá sjötta áratugnum tekur María Pétursdóttir á móti blaðamanni og ljósmyndara Innlits. Við fáum okkur kaffi í eldhúsinu og biðjum Maríu að leysa frá skjóðunni varðandi fallegu peysurnar sem hún hefur verið að hanna og framleiða undir merkjum Maríuklæða undanfarin ár. Sagan er áhugaverð, í raun sigursaga þar sem erfiðiðum aðstæðum var breitt í ævintýri sem sér ekki fyrir endann á. Sagan er falleg og persónuleg. Það byrjaði með sjali úr Jakuxa ull sem Baddi, maðurinn hennar Maríu, keypti handa henni í Nepal. Hann fór þangað til að vera vitni í kosningum útlagastjórnar Tíbet í Nepal og sá þessi fallegu sjöl. María er með ofnæmi fyrir venjulegri ull en er líka oft kalt svo hann var að vona að hún myndi þola Jakuxa ullina, sem hún og gerði.

Sjalið var mikill happafengur og tók María sjalið varla af sér. Haustið eftir langaði hana í fallega peysu en fann enga vandaða peysu sem var ekki úr ull. Hún varð sér því úti um nýtt sjal frá Nepal og saumaði peysu úr því.

María hellir uppá kaffi handa blaðamanni.

Mamma Maríu er leikmynda- og búningahönnuðurinn Messíana Tómasdóttir og er María eiginlega alin upp við saumavélina og hefur alltaf saumað mikið af sínum eigin fötum. María hefur leitað í þekkingarbrunn mömmu sinnar og segir um hana: „Hún bókstaflega kann allt sem tengist hönnun og saumaskap og svo fáum við líka bara svo góðar hugmyndir þegar við vinnum saman.”

„Ég var á tímamótum í lífinu. Ég var búin að vera menntaskólakennari í 14 ár og elskaði vinnuna mína en var að glíma við heilsubrest og kennslan reyndist mér mjög erfið með veikindunum og ég var í veikindaleyfi. Ég fór að ganga í peysunni og alls konar konur voru að spyrja mig hvar ég hefði fengið hana og hvort ég væri til í að gera svona handa þeim.”

María er hér á uppáhalds staðnum sínum í stofunni, turkisbláa stólnum við gluggann.

Ein af bestu vinkonum hennar, sem er mikil smekkmanneskja að mati Maríu hafði þarna mikil áhrif og hvatti hana eindregið til að prófa að sauma nokkrar peysur og sjá hvað myndi gerast. María lagðist í rannsóknarvinnu og fann loksins lítið fjölskyldufyrirtæki í Nepal sem sérhæfir sig í fair-trade iðnaði kvenna, með öruggan vinnustað og vistvæna framleiðslu. María setti sig í samband við þau og úr varð að hún pantaði fimm sjöl og byrjaði að sauma peysur og ponsjó sem ruku út svo hún pantaði meira og boltinn fór að rúlla.

Þetta var í nóvember 2014. María bjó til Facebook síðu og nafnið kom alveg óvænt. „Vinkona mín sendi mér póst og sagði að maðurinn sinn væri búinn að samþykkja að gefa sér “Maríuklæði” í jólagjöf. Ég á henni að þakka þetta fallega nafn, því ég var búin að brjóta heilann í marga mánuði án þess að finna nafn sem mér fannst alveg passa.”

„Vinkona mín sendi mér póst og sagði að maðurinn sinn væri búinn að samþykkja að gefa sér “Maríuklæði” í jólagjöf. Ég á henni að þakka þetta fallega nafn, því ég var búin að brjóta heilann í marga mánuði án þess að finna nafn sem mér fannst alveg passa.”

Stofunni var breytt í vinnustofu og svo var notast við 50 ára gamla saumavél sem amma Maríu hafði átt og notaði til að sauma föt á börn og barnabörn. Svo kom mamma hennar með gamla overlock vél sem hún hafði keypt 20 árum áður en aldrei notað.

Fjölskyldan er síðan flutt í stærra húsnæði svo nú er María komin með vinnustofu heima og var Innliti boðið að kíkja inn í helgidóminn sem er uppfullur af fallegum litum og spennandi smáatriðum. Nú þarf María ekki lengur að færa til saumavélar til að borða kvöldmatinn.

„Næst gerðist það að ég komst yfir Bambus efni sem sem ég kolféll fyrir segir María „Það er allra þægilegasta efni sem ég hef klæðst og svo heldur það sér ótrúlega vel. Ég er enn að gera kjóla og peysur úr Bambus og svo handgeri ég mynstur í hverja og eina flík.” Því miður er ekki mikið til af því núna vegna ástandsins í tengslum við Covid en í gegnum tíðina hefur María þurft að fara til Bandaríkjanna til að kaupa gott Bambus efni. Varðandi Jakuxa ullina þá var hún svo heppin að ná stórri pöntun af sjölunum áður en Covid lamaði allt í Nepal og á því ennþá smá lager. Vegna erfiðs ástands þar liggur öll framleiðsla niðri.

„Einn af ávöxtum Maríuklæða er að ég hef eignast fallegt vinasamband við þessa yndislegu fjölskyldu sem ég kaupi sjölin af og við höfum verið í miklu sambandi. Í fyrra komst ég svo loksins sjálf til Nepal og það var ómetanlegt að hitta þetta frábæra fólk sem mér hefur þótt svo vænt um öll þessi ár.”

Það voru samt ekki Maríuklæði sem sendu Maríu í þessa Nepal ferð. Hún fór með átta vinkonum sínum í ferð sem þær hafði dreymt um í mörg ár.

„Ein okkar, hefur búið í Nepal með annan fótinn allt sitt líf og okkur hefur lengi langað að heimsækja hana. Hún skipulagði fyrir okkur ævintýraferð sem er gjörsamlega ógleymanleg og efni í heila bók. Að fá að hitta Ramesh vin minn og fjölskyldu hans var svo algjör bónus.”

Í ferðinni keypti María slatta af silkisaríum sem hana langar að gera eitthvað úr, Hún hefur ekki klárað þá rannsóknarvinnu, tilraunirnar halda áfram og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

María saumar hverja flík fyrir sig og hefur ekki leitað að samstarfsaðila varðandi sölu á fötunum. Oft koma bara  eitt eða tvö sjöl í sama mynstri og lit svo fjöldaframleiðsla er ekki inni í myndinni og allt er þetta að gerast í anda „slow” hreyfingarinnar sem er að verða sífellt vinsælli. Fólk kann vel við persónulega nálgun, að geta jafnvel rætt við þann sem framleiðir flíkina sem er hrein andstæða við fjöldaframleiðsluna sem er á allan hátt ópersónuleg og er að fara illa með umhverfið, ekki síst í þriðja heiminum þaðan sem María hefur þróað sín viðskiptasambönd. Það á því vel við að konur koma hreinlega á vinnustofuna, velja sér sjal sem María saumar svo úr í stærð og sniði sem þær velja.

María hefur verið að gera skartgripi meðfram fatahönnuninni. „Ég hef alltaf haft áhuga á skartgripagerð og gert mitt eigið skart en í fyrra fór ég að gera skart til að selja líka. Ég gerði aðallega það sem ég kalla fjölskylduhálsmen, sem samanstendur af einum geisla fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Ég gerði líka eyrnalokka, töskur og kraga.

Það hefur hentað vel undanfarna mánuði að geta hitt konur í gegnum vefmiðla og sumar hafa þannig skoðað og pantað án þess að koma til mín og fengið peysuna bara senda heim. Ég hef líka verið með gjafabréf sem hefur verið vinsæl jólagjöf.

En það sem mér finnst kannski skemmtilegast við þetta allt saman er hvað þetta litla ævintýri er persónulegt. Ég hef talað við nánast allar konurnar sem eiga Maríuklæði og þegar ég sauma flík veit ég alltaf hver mun fá hana. Mér finnst fátt skemmtilegra í dagsins önn en að hitta konu í Maríuklæðunum sínum.

 


Til að fá frekari upplýsingar um Maríuklæði má fara á Facebook og Instagram síður Maríuklæða en þar eru fjöldinn allur af myndum af peysunum, skartinu og öðru sem María hefur verið að hanna. Hægt er að hafa samband við Maríu til að kaupa flík eða gjafabréf í gegnum síðurnar. Sjá linka á samfélagsmiðla neðst á síðunni.

 


Vinnustofan er lítil en falleg með efnum, litum og áferðum frá fjarlægum stöðum en einnig eru þar munir sem tengjast fjölskyldusögu Maríu og sköpunarheimi hennar, svo sem saumavélar, saumabox, myndir og fleira.

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Eyglo er fatamerki hannað af Eygló Margréti Lárusdóttur. Það er mjög auðvelt að verða hugfangin af hönnun Eyglóar og ég sé alveg fyrir mér þegar sundlaugar landsins opna aftur að spóka mig um í sundbol með plíseringum á bakinu sem ég gjörsamlega féll fyrir!

Fatnaður hennar er líflegur, skemmtilegur og fullur af karakterum það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sem sé “dull” við hann! Á heimasíðu Eyglo segist Eygló sækja sér innblástur í sjónvarpsþætti á borð við “Murder She Wrote” allt til kristinnar trúar.

Ég tók saman fimm af mínum uppáhalds flíkum frá Eyglo.


Ljósmyndir: Magnús Andersen fyrir Tides Magazine. Anna Maggý tók myndir nr. 1, 2 og 4. Birt með leyfi Eyglóar. 

Flíkur sem vísa þér veginn

Flippuð peysa með fljúgandi varalit

Elegant kjóll og sokkar í stíl fyrir þær sem elska renndur

Fallegt “náttúrudress” úr línunni Þingvellir

Geggjaður sundbolur með plíseringu á bakinu

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra Gísladóttir er 35 ára skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir. Fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur. Árið 2005 flutti hún búferlum til Danmerkur og kláraði grunnnám í gullsmíði og skartgripahönnun vorið 2008. Jólin 2008 flutti hún síðan aftur heim “í blússandi kreppu og skemmtilegheit!” eins og hún segir sjálf frá.

Eddó, eins og hún er jafnan kölluð, mun halda áfram að standa vaktina í versluninni Skúmaskot á Skólavörðustíg, sem hún ásamt sjö öðrum listakonum rekur, og taka á móti gestum og gangandi. En einnig er hún nýbúin að opna spennandi netverslun þar sem hægt að panta jólapakkann beint heim að dyrum!

Mig langaði að forvitnast aðeins um konuna á bak við EddóDesign, þessa áberandi fallegu skartgripahönnun.

“Fjölskyldan mín hefur alltaf þekkt mig sem Eddó þannig það lá beinast við að nota það gælunafn sem listamannsnafnið mitt. Ég myndi segja að ég hafi alltaf verið frekar kreatív og leitaði í allskonar miðla til þess að tjá mig. Ég elskaði alla verklega tíma í skóla eins og smíði og myndmennt en þegar ég komst í málmsmíði einn vetur í Hagaskóla, tjah ætli það hafi ekki verið svona fyrsta vísbending að því sem koma skyldi, þó ég hafi ekki vitað það þá.”

Ég flutti til Danmerkur 2005 og var að vinna til að byrja með. Mér leiddist fyrst og mamma vorkenndi mér svo mikið að hún splæsti á mig námskeiði í silfursmíði. Þar varð ég ástfangin! Það small allt og ég fattaði loksins hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór! Það fór þannig að ég sótti um skóla í Danmörku og kláraði grunnnámið í gullsmíði og skartgripahönnun vorið 2008.

Stuttu eftir það opnaði ég litla vefverslun á Etsy og það má segja að Eddó Design hafi byrjað þá. Mjög hægt til að byrja með. Held að ég hafi kannski selt 3 hluti fyrsta árið. En þarna byrjaði ég að þróa með mér og finna minn stíl, sem er auðvitað í stöðugri þróun. Fyrir jól 2008 fékk ég svo skyndilega heimþrá að ég flýtti mér aftur heim til Íslands, í blússandi kreppu og skemmtilegheit!

Ég sé sko ekki eftir því að hafa komið heim því ég kynntist manninum mínum stuttu seinna og fékk svona nýja og ferskari sýn á Ísland og á náttúruna okkar. Ég nota hana óspart sem innblástur í mínum verkum enn í dag, allt frá fjöru til fjalla.

Árið 2010 eignuðumst við eldri son okkar. Þegar hann var lítill átti ég erfitt með að finna jafnvægi á milli þess að smíða og ala upp barn. Hann var fyrsta barnið mitt, ég upplifði að ég kunni ekki neitt og var alltaf að stressa mig á hverjum einasta hiksta, liggur við. Ég vildi standa mig í móðurhlutverkinu þannig að EddóDesign fór í dvala í nokkur ár.

En það er svo skrítið að þessi sköpunarþörf hún hverfur aldrei. Hún bara byggist upp eins og snjóbolti þegar hún fær að rúlla um óáreitt inní manni í svona langan tíma og á endanum var ég að springa! Ég varð að fara að smíða aftur!

En það er svo skrítið að þessi sköpunarþörf hún hverfur aldrei. Hún bara byggist upp eins og snjóbolti þegar hún fær að rúlla um óáreitt inní manni í svona langan tíma og á endanum var ég að springa! Ég varð að fara að smíða aftur!

Ég var í “venjulegri” vinnu á þessum tíma, einnig að reyna að sinna Eddó Design á kvöldin og um helgar. Það gekk svona mis vel. Það var brjálað að gera í dagvinnunni og ég var í allri hreinskilni svona 5 mínútum frá því að brenna út þegar að mér var sagt upp í lok árs 2017.

En vá, vá, vá, hvað það er með því heppilegasta sem hefur komið fyrir mig!  Því oft er það þannig að þegar ein hurð lokast opnast tveir gluggar og mynda trekk!  Ég gat loksins andað, ræktað sjálfa mig og mína sköpunargáfu og ég ákvað að leyfa sjálfri mér að prófa að standa á eigin fótum í smá tíma. Sjá hvort ég gæti þetta, hvort einhver fílaði það sem ég hafði uppá að bjóða. Sem varð svo raunin.

Ég var svo heppin að mjög fljótlega eftir að ég byrjaði sjálfstætt var mér boðið að vera meðlimur í hönnunar- og listagallerí sem heitir Skúmaskot og er á Skólavörðustígnum. Þar eignaðist ég yndislega litla hönnunarfjölskyldu sem er ótrúlega gaman að vinna með. Ég er með vott af “bissness” í blóðinu og elska að vera búðarkona og það gengur mjög vel!

Við erum í augnablikinu 8 listakonur sem rekum Skúmaskot saman. Það er alveg yndislegt að mínu mati að vita til þess að það eru svona verslanir í miðborginni þar sem hægt er að versla beint frá hönnuðum.

Ég hef verið í Skúmaskoti síðastliðinn ár og verð vonandi sem lengst áfram, en meðfram smá aukavinnu hér og þar, enda er erfitt að lifa á listinni einni saman á Íslandi!

Eftir að ég eignaðist yngri soninn í lok mars 2020 með bullandi kóvid í gangi í heiminum og enginn vissi neitt einhvernvegin, þá nýttist mér sjálfsþekkingin, plús bjartsýni og ögn af æðruleysi mjög vel! Einhvernvegin mallar þetta áfram og oftast næ ég að vera besta mamman sem ég get verið, besti skartgripahönnuðurinn, kærasta, vinnufélagi og vinkona plús öll hin hlutverkin.

„Þessi mynd var tekin í sumar, fyrsta vaktin eftir að vera orðin tveggja barna móðir. Þegar hún var tekin var ég pottþétt svolítið vonsvikin að vera ekki komin með hugmynd að næstu skartgripalínu. Eflaust með oggu samviskubit að vera drösla barninu út svona ungu og það hafa örugglega læðst inn í ponku stund hugsanir eins og ætli fólki finnist ég vera vond mamma að hafa hann hérna hjá mér!?” 

Sem betur fer vörðu þessar hugsanir stutt, því ég held að ég hafi aðallega verið að hugsa hversu heppin ég er að geta þetta. Ég hef þau forréttindi að geta tekið barnið mitt með mér í vinnuna. Auðvitað er það mikil vinna að hugsa um kornabarn, míni ungling, heimili og heimanám.

Smíða skartgripi, standa vaktina í búðinni, sjá svo um markaðsmál, samfélagsmiðla og reyna láta heiminn vita að maður sé til! En bæði uppeldið og sköpunin kemur frá hjartanu og þá er svo dýrmætt fyrir fólk eins og mig að vera í aðstöðu sem leyfir hvorutveggja að njóta sín og fyrirgefur þegar eitthvað þarf að gefa aðeins eftir. Mér finnst það algjörlega ómetanlegt eiginlega.

En aukinn sveigjanleiki í samfélaginu myndi gera öllum gott og mér sýnist það á öllu að við séum að sjá það núna þegar margir þurfa að vinna að heiman að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Samfélagið aðlagar sig að breyttum aðstæðum og það er mikilvægt að staldra aðeins við og hugsa um það hvort við viljum að allt verði nákvæmlega eins og það var aftur?
Jólavertíðin leggst bara vel í mig. Ég er nýlega búin að halda mína fyrstu einkasýningu á skúlptúr skarti sem bar nafnið, Ó Praktík. Það var smá törn að græja það allt þannig að jólin verða bara piparkökubiti! Ég hlakka til að verja tíma með fjölskyldunni minni í bland við að vinna á verkstæðinu.

Ég held að fólk sé alltaf að læra betur að meta íslenskt handverk og framleiðslu. Öll tilefni til  gjafa skipta litla einyrkja eins og mig ofsalega miklu máli. En ég er vel undirbúin, glæný vefverslun opnaði í byrjun nóvember þannig ég hlakka bara til að geta skapað gleðileg jól fyrir aðra.

Það gefur manni mikið að vita af litlum öskjum hér og þar um bæinn sem bíða eftir að verða opnaðar. Skartgripir sem fá að vera um hálsa og á fingrum inn í nýtt og bjart ár. Kannski verða sumar þessara gjafa erfðagripir og munu lifa miklu lengur en ég sjálf og það er bara besta tilfinningin!

Vefsíða og verslun:
www.eddodesign.com