Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Eyglo er fatamerki hannað af Eygló Margréti Lárusdóttur. Það er mjög auðvelt að verða hugfangin af hönnun Eyglóar og ég sé alveg fyrir mér þegar sundlaugar landsins opna aftur að spóka mig um í sundbol með plíseringum á bakinu sem ég gjörsamlega féll fyrir!

Fatnaður hennar er líflegur, skemmtilegur og fullur af karakterum það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sem sé “dull” við hann! Á heimasíðu Eyglo segist Eygló sækja sér innblástur í sjónvarpsþætti á borð við “Murder She Wrote” allt til kristinnar trúar.

Ég tók saman fimm af mínum uppáhalds flíkum frá Eyglo.


Ljósmyndir: Magnús Andersen fyrir Tides Magazine. Anna Maggý tók myndir nr. 1, 2 og 4. Birt með leyfi Eyglóar. 

Flíkur sem vísa þér veginn

Flippuð peysa með fljúgandi varalit

Elegant kjóll og sokkar í stíl fyrir þær sem elska renndur

Fallegt “náttúrudress” úr línunni Þingvellir

Geggjaður sundbolur með plíseringu á bakinu

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra Gísladóttir er 35 ára skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir. Fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur. Árið 2005 flutti hún búferlum til Danmerkur og kláraði grunnnám í gullsmíði og skartgripahönnun vorið 2008. Jólin 2008 flutti hún síðan aftur heim “í blússandi kreppu og skemmtilegheit!” eins og hún segir sjálf frá.

Eddó, eins og hún er jafnan kölluð, mun halda áfram að standa vaktina í versluninni Skúmaskot á Skólavörðustíg, sem hún ásamt sjö öðrum listakonum rekur, og taka á móti gestum og gangandi. En einnig er hún nýbúin að opna spennandi netverslun þar sem hægt að panta jólapakkann beint heim að dyrum!

Mig langaði að forvitnast aðeins um konuna á bak við EddóDesign, þessa áberandi fallegu skartgripahönnun.

“Fjölskyldan mín hefur alltaf þekkt mig sem Eddó þannig það lá beinast við að nota það gælunafn sem listamannsnafnið mitt. Ég myndi segja að ég hafi alltaf verið frekar kreatív og leitaði í allskonar miðla til þess að tjá mig. Ég elskaði alla verklega tíma í skóla eins og smíði og myndmennt en þegar ég komst í málmsmíði einn vetur í Hagaskóla, tjah ætli það hafi ekki verið svona fyrsta vísbending að því sem koma skyldi, þó ég hafi ekki vitað það þá.”

Ég flutti til Danmerkur 2005 og var að vinna til að byrja með. Mér leiddist fyrst og mamma vorkenndi mér svo mikið að hún splæsti á mig námskeiði í silfursmíði. Þar varð ég ástfangin! Það small allt og ég fattaði loksins hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór! Það fór þannig að ég sótti um skóla í Danmörku og kláraði grunnnámið í gullsmíði og skartgripahönnun vorið 2008.

Stuttu eftir það opnaði ég litla vefverslun á Etsy og það má segja að Eddó Design hafi byrjað þá. Mjög hægt til að byrja með. Held að ég hafi kannski selt 3 hluti fyrsta árið. En þarna byrjaði ég að þróa með mér og finna minn stíl, sem er auðvitað í stöðugri þróun. Fyrir jól 2008 fékk ég svo skyndilega heimþrá að ég flýtti mér aftur heim til Íslands, í blússandi kreppu og skemmtilegheit!

Ég sé sko ekki eftir því að hafa komið heim því ég kynntist manninum mínum stuttu seinna og fékk svona nýja og ferskari sýn á Ísland og á náttúruna okkar. Ég nota hana óspart sem innblástur í mínum verkum enn í dag, allt frá fjöru til fjalla.

Árið 2010 eignuðumst við eldri son okkar. Þegar hann var lítill átti ég erfitt með að finna jafnvægi á milli þess að smíða og ala upp barn. Hann var fyrsta barnið mitt, ég upplifði að ég kunni ekki neitt og var alltaf að stressa mig á hverjum einasta hiksta, liggur við. Ég vildi standa mig í móðurhlutverkinu þannig að EddóDesign fór í dvala í nokkur ár.

En það er svo skrítið að þessi sköpunarþörf hún hverfur aldrei. Hún bara byggist upp eins og snjóbolti þegar hún fær að rúlla um óáreitt inní manni í svona langan tíma og á endanum var ég að springa! Ég varð að fara að smíða aftur!

En það er svo skrítið að þessi sköpunarþörf hún hverfur aldrei. Hún bara byggist upp eins og snjóbolti þegar hún fær að rúlla um óáreitt inní manni í svona langan tíma og á endanum var ég að springa! Ég varð að fara að smíða aftur!

Ég var í “venjulegri” vinnu á þessum tíma, einnig að reyna að sinna Eddó Design á kvöldin og um helgar. Það gekk svona mis vel. Það var brjálað að gera í dagvinnunni og ég var í allri hreinskilni svona 5 mínútum frá því að brenna út þegar að mér var sagt upp í lok árs 2017.

En vá, vá, vá, hvað það er með því heppilegasta sem hefur komið fyrir mig!  Því oft er það þannig að þegar ein hurð lokast opnast tveir gluggar og mynda trekk!  Ég gat loksins andað, ræktað sjálfa mig og mína sköpunargáfu og ég ákvað að leyfa sjálfri mér að prófa að standa á eigin fótum í smá tíma. Sjá hvort ég gæti þetta, hvort einhver fílaði það sem ég hafði uppá að bjóða. Sem varð svo raunin.

Ég var svo heppin að mjög fljótlega eftir að ég byrjaði sjálfstætt var mér boðið að vera meðlimur í hönnunar- og listagallerí sem heitir Skúmaskot og er á Skólavörðustígnum. Þar eignaðist ég yndislega litla hönnunarfjölskyldu sem er ótrúlega gaman að vinna með. Ég er með vott af “bissness” í blóðinu og elska að vera búðarkona og það gengur mjög vel!

Við erum í augnablikinu 8 listakonur sem rekum Skúmaskot saman. Það er alveg yndislegt að mínu mati að vita til þess að það eru svona verslanir í miðborginni þar sem hægt er að versla beint frá hönnuðum.

Ég hef verið í Skúmaskoti síðastliðinn ár og verð vonandi sem lengst áfram, en meðfram smá aukavinnu hér og þar, enda er erfitt að lifa á listinni einni saman á Íslandi!

Eftir að ég eignaðist yngri soninn í lok mars 2020 með bullandi kóvid í gangi í heiminum og enginn vissi neitt einhvernvegin, þá nýttist mér sjálfsþekkingin, plús bjartsýni og ögn af æðruleysi mjög vel! Einhvernvegin mallar þetta áfram og oftast næ ég að vera besta mamman sem ég get verið, besti skartgripahönnuðurinn, kærasta, vinnufélagi og vinkona plús öll hin hlutverkin.

„Þessi mynd var tekin í sumar, fyrsta vaktin eftir að vera orðin tveggja barna móðir. Þegar hún var tekin var ég pottþétt svolítið vonsvikin að vera ekki komin með hugmynd að næstu skartgripalínu. Eflaust með oggu samviskubit að vera drösla barninu út svona ungu og það hafa örugglega læðst inn í ponku stund hugsanir eins og ætli fólki finnist ég vera vond mamma að hafa hann hérna hjá mér!?” 

Sem betur fer vörðu þessar hugsanir stutt, því ég held að ég hafi aðallega verið að hugsa hversu heppin ég er að geta þetta. Ég hef þau forréttindi að geta tekið barnið mitt með mér í vinnuna. Auðvitað er það mikil vinna að hugsa um kornabarn, míni ungling, heimili og heimanám.

Smíða skartgripi, standa vaktina í búðinni, sjá svo um markaðsmál, samfélagsmiðla og reyna láta heiminn vita að maður sé til! En bæði uppeldið og sköpunin kemur frá hjartanu og þá er svo dýrmætt fyrir fólk eins og mig að vera í aðstöðu sem leyfir hvorutveggja að njóta sín og fyrirgefur þegar eitthvað þarf að gefa aðeins eftir. Mér finnst það algjörlega ómetanlegt eiginlega.

En aukinn sveigjanleiki í samfélaginu myndi gera öllum gott og mér sýnist það á öllu að við séum að sjá það núna þegar margir þurfa að vinna að heiman að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Samfélagið aðlagar sig að breyttum aðstæðum og það er mikilvægt að staldra aðeins við og hugsa um það hvort við viljum að allt verði nákvæmlega eins og það var aftur?
Jólavertíðin leggst bara vel í mig. Ég er nýlega búin að halda mína fyrstu einkasýningu á skúlptúr skarti sem bar nafnið, Ó Praktík. Það var smá törn að græja það allt þannig að jólin verða bara piparkökubiti! Ég hlakka til að verja tíma með fjölskyldunni minni í bland við að vinna á verkstæðinu.

Ég held að fólk sé alltaf að læra betur að meta íslenskt handverk og framleiðslu. Öll tilefni til  gjafa skipta litla einyrkja eins og mig ofsalega miklu máli. En ég er vel undirbúin, glæný vefverslun opnaði í byrjun nóvember þannig ég hlakka bara til að geta skapað gleðileg jól fyrir aðra.

Það gefur manni mikið að vita af litlum öskjum hér og þar um bæinn sem bíða eftir að verða opnaðar. Skartgripir sem fá að vera um hálsa og á fingrum inn í nýtt og bjart ár. Kannski verða sumar þessara gjafa erfðagripir og munu lifa miklu lengur en ég sjálf og það er bara besta tilfinningin!

Vefsíða og verslun:
www.eddodesign.com