Katla og Hendrikka Waage í eina sæng

Katla fatamerki Áslaugar Magnúsdóttur viðskipta- og athafnakonu og Hendrikka Waage skartgripahönnuður og myndlistakona hafa nú sameinað krafta sína og frumsýndu í dag nýja línu sem ber nafnið “Wonderful beings”. Um ræðir boli og peysur sem eru hannaðar undir merkjum Katla skreytt myndlistarverkum Hendrikku Waage sem koma í takmörkuðu upplagi.

Hendrikka Waage sem er einna þekktust fyrir skartgripahönnun sína hélt sýningu á myndlistarverkum sínum hér á landi í ágúst í fyrra. En verkin sem eru protrait og prýða litíkar og fallegar konur hafa nú verið yfirfærðar á fatnað frá Katla.  Katla fatamerkið höfum við aðeins fjallað um á Innlit og prýddi það meðal annars lista yfir uppáhalds jogginggallana okkar eftir íslenska hönnuði.

Það er einstaklega skemmtilegt og táknrænt að sjá hvernig tvær dýnamískar íslenskar viðskipta- og listakonur nota krafta sína á alþjóðlegum degi kvenna með því að sameina hönnun sína á svo faglegan og flottan hátt. Útkoman er hreint út sagt frábær. Til hamingju með daginn Áslaug, Hendrikka sem og allar aðrar konur!
Share This