Katrín Ósk rithöfundur skrifar skilaboð til barna um það mikilvægasta í lífinu

Katrín Ósk rithöfundur skrifar skilaboð til barna um það mikilvægasta í lífinu

Íris Huld Guðmundsdóttir

Katrín Ósk rithöfundur skrifar skilaboð til barna um það mikilvægasta í lífinu

Katrín Ósk Jóhannsdóttir er þrítug, gift, þriggja barna móðir og uppalið borgarbarn sem segist vera í smábæjarþjálfun í Grindavík. Katrín segist einnig vera algjört meðalljón þegar kemur að húsfreyjustöfum og að ritstörfin eigi mun betur við hana.
Ég hitti hana í Elliðadal ásamt börnunum hennar þremur og smellti nokkrum myndum af þeim saman enda eiga, að hennar eigin sögn, börnin stóran þátt í skrifum hennar. Katrín ber það augljóslega með sér að vera glaðlind og hvatvís. En í spjalli okkar um daginn og veginn sagðist hún vera mjög hvatvís manneskja að eðlisfari en taldi hún það jafnframt vera einn af sínum bestu kostum og eflaust væri hún ekki þar sem hún er stödd í dag ef það væri ekki fyrir þessa skemmtulegu hvatvísi.

Katrín segist hafa skrifað mikið sem barn, bæði sögur og ljóð og að það hefði verið hennar fyrsti og stærsti draumur að verða rithöfundur. En það var samt ekki fyrr en nýverið að hún áttaði sig á því að hún lifir í rauninni þeim draumi.

“Ég hef alltaf vitað að ég vildi reka mitt eigið fyrirtæki og stofnaði ég þó nokkur sem barn ásamt vinkonum mínum sem létu alls konar hugmyndir eftir mér, má þar nefna glasaskreytingaþjónustu fyrir matarboð nágrannanna, video-leigu í tjaldi, en aðeins bróðir minn verslaði við okkur og á enn eftir að greiða reikningin og hundagöngu” segir Katrín og hlær. “Það gleður mig því mjög að eiga Óskar-Brunn útgáfu en það er vettvangur fyrir mínar bækur, vörur sem eru tengdar þeim og allt annað sem mér dettur í hug að skapa! Þetta haust var besti tíminn til þess að stökkva út í þessa laug en ég hafði nægan tíma eftir að hafa misst vinnuna vegna fröken kórónu” segir Katrín.

Skrifaði bók ætlaða börnum með skilaboðum hvað er mikilvægast í lífinu
“Mömmugull bókin er algjörlega “platínan” mín, þó að Karólína könguló sé auðvitað ofboðslega krúttleg, litrík og skemmtileg. Ég er svo stolt af Mömmugull bókinni og hún á svo sérstakan stað í hjarta mínu en persónan er teiknuð upp eftir lýsingu á dóttur minni og svo hef ég ætíð kallað börnin mín Mömmugull.” Katrín segist hafa skrifað bókina því hana langaði að koma þeim skilaboðum á framfæri til barna að það skiptir ekki máli þó að þau eigi ekki það nýjasta, stærsta, dýrasta og besta af öllu.

“Það sem skiptir mestu máli er að eiga góða fjölskyldu og góða vini. Það er lífsins dýrmætasti fjársjóður og gefur okkur mesta ríkidæmið.”

Við búum í hröðum heimi sem staldrar sjaldan við, það þýðir að það er stöðugt streymi af nýjum vörum sem allar eiga að vera betri en sú síðasta. Okkar samfélag hér á Íslandi hefur svo í gegnum tíðina verið uppfullt af samkeppni og fólk stöðugt í samanburði en það er svo mikill streituvaldur. Mér þykir alltaf svo leitt að heyra af atvikum þar sem börn hafa t.d. lent í stríðni fyrir það eitt að eiga ekki nýjasta Iphone símann eða klæðast ekki merkjavörum. Ég vona að gildi Mömmugulls muni hafa áhrif á hugarfar lesenda og festa sig í minni barnanna sem taka það með sér inn í framtíðina” segir Katrín.

“Bókin mun svo fá tækifæri til þess að gera það sama úti í Ameríku, en ensk útgáfa af Mömmugulli kemur út þar á þessu ári undir heitinu “Mommy’s treasure”. Það var stór sigur fyrir mig að fá þann samning og sannaði enn betur fyrir mér hversu dásamleg bókin er, þó ég segji sjálf frá” segir Katrín frá.

Næst á dagskrá hjá Katrínu er að kynna fyrir þjóðinni nýju bókina sína “Ef ég væri ofurhetja” sem er einlæg bók sem beinir sjónum skólabarna að þeim skólasystkinum sem eiga erfitt. Ekki vegna eineltis eða stríðni, heldur vegna skorts á sjálfsöryggi sem veldur því að þau ná ekki tengingu við önnur börn.

“Ég skrifaði þá sögu því þetta er svo algengt, en oft mjög ósýnilegt. Einelti fær iðulega stærra sviðsljós og það er mikilvægt að sú vinna sem unnin er gegn einelti haldi áfram, en önnur félagsleg vandamál mega ekki týnast alveg bak við þykku sviðstjöldin” segir Katrín. “Það má segja að ég fái innblástur frá börnunum mínum, en ekki endilega því sem þau segja og gera. Ég hugsa um hvernig heim, umhverfi, samfélagi og menningu ég sjálf vil að þau alist upp í og upplifi. Hvernig hugsunarhátt vil ég að þau hafi og fái frá öðrum” segir Katrín með sannfæringu.

“Ef ég væri ofurhetja beinir ljósi á félagslegt vandamál sem fáir átta sig á að sé til, sérstaklega börn. Einelti fær yfirleitt meira sviðsljós, enda stórt vandamál, en svona félagsleg forðun og einangrun virðist stundum gleymast og kannski ekki talið vera raunverulegt vandamál af því að það er ekki sýnileg stríðni og enginn að gera á hlut þessarra barna” segir Katrín alvarleg.

“Ég trúi á mikilvægi sögunnar, sem ég lofa að er líka skemmtileg og framkallar bros! 
Ég vona að lesendur taki henni opnum örmum og að með hverju barni sem les bókina, fæðist ofurhetja. Það læddist að vísu mjög spennandi leyniverkefni með í þessarri sendingu sem ég hef stór áform fyrir og er yfir mig spennt fyrir. En það er svo ótrúlega mikilvægt og áhrifamikið verkefni að það á skilið sína eigin umfjöllun, svo þið verðið bara að splæsa í annað samtal við mig! Segir Katrín að lokum og hlær.

Það er virkilega gaman að fylgjast með hvað þessi unga kona er skapandi & mikill frumkvöðull og bíðum við spennt eftir því sem framundan er hjá Katrínu Ósk.

 

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um bækur Katrínar inn á vefsíðu hennar www.oskarbrunnur.is einnig er hægt að versla bækur hennar í verslunum Pennans.
 

Feðginin Haukur og Gunnhildur gerðu saman spáspilið Yggdrasil

Feðginin Haukur og Gunnhildur gerðu saman spáspilið Yggdrasil

Feðginin Haukur og Gunnhildur gerðu saman spáspilið Yggdrasil

Þegar nýtt ár gengur í garð þá förum við gjarnan að velta framtíðinni fyrir okkur og komandi ári með væntingum og vonum. Áramótaheit þekkjum við flest og höfum eflaust einhvern tímann sett okkur slík, svo getur líka verið skemmtilegt við tímamót sem þessi að spá í spilin. En íslensk spáspil, Yggdrasil, byggð á norrænni goðafræði hafa unnið til tveggja verðlauna hjá International Tarot Foundation. Á bak við spilin standa feðginin Haukur Halldórsson listamaður og Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarkona.

Yggdrasil spilin eru þó ekki tarotspil sem slík heldur flokkast sem spáspil en Haukur Halldórsson listamaður á heiðurinn að tilurð þeirra. Haukur hefur í áratugi myndgert guði og vætti úr norrænni goðafræði sem og íslenskri þjóðtrú en við gerð spilastokksins fékk hann dóttur sína, Gunnhildi sem er myndlistakona, til liðs við sig. Gunnhildur samdi og skrifaði handbókina sem fylgir stokknum, ljáði myndunum merkingu og bjó til spákerfi spilanna, svokallaða Yggdrasil lögn.

 Feðginin aðhyllast bæði ásatrú. “Verkin mín hafa sótt innblástur í goðafræðina og þjóðtrú síðan Gunnhildur var lítil, hún er alin upp í þessu, heiðnin var alltaf nálæg. Myndirnar sem prýða spilin eru unnar yfir langt tímabil„ segir Haukur.

Sveinbjörn Beinteinsson Alsherjargoði sem endurvakti íslenska heiðni á áttunda áratug síðustu aldar var heimilisvinur. “Hann eyddi oft jólunum hjá okkur og við eyddum sumrum hjá honum að hjálpa til við sauðburð og heyskap” segir Haukur og bætir við að Sveinbjörn hafi verið mikill áhrifavaldur í lífi þeirra. “Hann kenndi mér að kveða og þekkja íslenskar jurtir þegar ég var lítil” bætir Gunnhildur við. 

„Við erum ofsalega kát með móttöku spilanna og þykir heiður sýndur að vera í svona góðum félagsskap í tilnefningum” en þetta samstarfsverkefni feðginanna er það fyrsta sem þau vinna saman. „Pabbi leiðbeindi mér og sendi mér lesefni við skriftirnar, en goðafræðin er svo marglaga í merkinga- og táknheimi að handbókin skrifaði sig eiginlega sjálf“ bætir hún við.

 

„Við erum ofsalega kát með móttöku spilanna og þykir heiður sýndur að vera í svona góðum félagsskap í tilnefningum“

Spilin eiga rætur sínar til heimsmyndar Eddukvæðanna og hinna níu heima sem sitja í greinum og við rætur Yggdrasils. Í stokknum eru 81 spil, níu spil fyrir hvern af níu heimum Eddunar og Yggdrasil, lögnin er byggð á því hvernig heimarnir sitja í trénu og þeirri merkingu sem hver heimur gefur. Einnig má nota spilin á fjölbreyttan hátt og leggja þau samkvæmt eigin hyggjuviti „margir notendur nota rúnir með spilunum“ segir Gunnhildur.

Hér að neðan er myndband þar sem Gunnhildur sýnir hvernig hún leggur spilin:

Eins og fyrr segir hlutu spilin verðlaun hjá International Tarot Foundation. Spilin komu út á ensku hjá útgefandanum Llewellyn Worldwide í júlí 2019 og hafa selst feikna vel sérstaklega í Bandaríkjunum. Þýðingarsamningar voru gerðir á þessu ári við Rússland og Frakkland og bókin kom út á Rússnesku hjá Eksmo í Moskvu í október.

Myndirnar tók Cormac Walsh. Á Íslandi eru spilin fáanleg hjá Pennanum Eymundsson, Betra Líf í Kringlunni. 

Senda listina heim að dyrum

Senda listina heim að dyrum

Senda listina heim að dyrum

Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir reka saman fyrirtækið MULTIS sem selur myndlist eftir íslenskt samtímalistafólk. Þær hafa báðar verið tengdar íslenskri myndlistarsenu í langan tíma og upplifðu þær ákveðna vöntun á fjölbreyttari nálgun í kynningu og sölu listaverka á markaðinum. Í dag eru fáir að selja samtímalist á Íslandi þó staðan sé vissulega að batna með auknum áhuga og þekkingu en ennþá er það svo að fólk veit oft ekki hvert það á að snúa sér þegar það vill kaupa listaverk. Ásdís og Helga hafa báðar sérstakan áhuga á svokölluðum fjölfeldum eða upplagsverkum en lögmálið með þau verk er að þau eru gerð í upplagi, fleiri en þrjú er miðað við til að verk geti fallið í þennan flokk. Verkin eru síðan árituð og tölusett út frá þeim fjölda sem þau eru búin til í.

Innlit biður þær að útskýra hugmyndafræði Multis fyrir okkur. “Þegar verk er gert í upplagi hafa fleiri tækifæri á að njóta þess og eignast,  er það oft á hagstæðara verði en einstök verk, einnig hafa margir safnarar áhuga á slíkum verkum og eru þá gjarnan með sitt uppáhalds númer, sem þeir sækjast eftir að kaupa. Þar sem við höfum leitast við að bjóða upp á nýjan vettvang fyrir kaupendur þá sáum við tækifæri í því að bjóða til sölu upplagsverk eftir viðurkennda samtímalistamenn.

Við vildum búa til vettvang fyrir fólk til þess að kynna sér og fjárfesta í myndlist nútímans. Einnig er áhersla á að skapa tækifæri fyrir myndlistarmenn til þess að selja verkin sín en við vinnum með listamönnum á öllum aldri, sá yngsti sem á verk hjá okkur er fæddur 1993 og þykir okkur einnig sérstakur heiður að fá að vinna með eldri höfðingjum í bransanum.  Það sem ræður vali okkar á samstarfsfólki er að okkur finnist viðkomandi spennandi sem listarmaður og einhver sem áhugavert er að vinna með.

„Við vildum búa til vettvang fyrir fólk til þess að kynna sér og fjárfesta í myndlist nútímans. Einnig er áhersla á að skapa tækifæri fyrir myndlistarmenn til þess að selja verkin sín en við vinnum með listamönnum á öllum aldri, sá yngsti sem á verk hjá okkur er fæddur 1993 og þykir okkur einnig sérstakur heiður að fá að vinna með eldri höfðingjum í bransanum.”

MULTIS hefur verið starfrækt frá því í maí 2019 og var vefurinn multis.is opnaður við það tækifæri en þetta er enn sem komið er fyrst og fremst vettvangur á netinu, vefgallerí en það er einmitt mjög þægilegt á þessum tímum þar sem fólk kann að meta að geta skoðað listina í tölvunni og að þau sem vilja kaupa verk fá það heim að dyrum. Þannig er hægt að miðla listinni til sem flestra og inn á sem flest heimili. Multis.is er eini vettvangurinn á Íslandi sem býður upp á sýningarstýrð upplagsverk á þennan hátt og beinan aðgang að verkum þekkts listafólks.

Svipmynd frá fyrsta útgáfuhófi MULTIS en það var haldin í anddyri nýbyggingar við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.

Á tímum þar sem ekki eru fjöldatakmarkanir eru haldin útgáfuhóf til að fagna nýjum verkum sem gerð hafa verið í samstarfi við Multis og hafa þær valið mismunandi staðsetningar. Er gaman að segja frá því að fyrsta útgáfuhófið var haldið í anddyri nýbyggingar í miðbæ Reykjavíkur.

Önnur útgáfa var kynnt í verslunarrými á Hljómalindarreitnum (fyrrum Hjartagarður). Þar hafði Multis aðsetur yfir tveggja mánaða skeið.

Síðan þá hafa hófin verið á mismunandi stöðum eins og verslunarrými við Hjartatorg og skrifstofurými á Snorrabraut. Hefur það verið hluti af stefnu og stemningu Multis að vera með létta yfirbyggingu og fjölbreytni í framsetningu útgáfunnar.

Þriðja útgáfuhófið var kvennaboð í tilefni 19. júní sem er Kvennafrídagurinn en það var haldið í Mjólkurstöðinni við Snorrabraut. Á myndinni eru listamennirnir þær Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir en saman eru þær Gjörningaklúbburinn. 

En hvað eru fjölfeldi?

Við fáum þær til að útskýra betur fyrir okkur hvað fjölfeldi eða upplagsverk eru. Helga tekur til máls. „Þrjú eða fleiri sams konar listaverk kallast fjölfeldi, upplagsverk eða art editions. Listamaðurinn ákveður upplag, fjölda verka, númerar þau og áritar.  Geta verkin verið ýmist tví- eða þrívíð og eru grafíkprent til dæmis upplagsverk. Sama verkið er gert aftur og aftur.

Ásdís tekur við „Sú hugmynd að framleiða fleiri en eitt eintak af sama listaverki og selja almenningi hefur tíðkast í gegnum aldirnar.  Sú uppgötvun listamannsins að geta prentað fleira en eitt eintak af sama verki átti sér stað á fimmtándu öld en þá þótti mikill kostur að getað dreift verkum sem víðast en sú þróun varð til þess að sjónræn menning efldist til muna í þeim löndum sem sú þekking var til staðar.”

Þær bæta við að tilvalið sé fyrir safnara og listáhugafólk, einnig þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í að safna samtímalist að kíkja inn á síðuna multis.is og jafnvel fjárfesta í verki eftir þekktan núlifandi listamann því þar sé úrval af listaverkum á viðráðanlegu verði. Algengt er að þeir sem eru að byrja að safna horfi til eldri og oft látina listamanna og horfi hreinlega fram hjá því sem er nýtt og “að gerast.” Við leggjum áherslu á að listamennirnir sem við störfum með séu með áhugaverða tengingu við samtímann og þann tíðaranda sem einkennir alþjóðlega samtímalist í dag.

Þær Ásdís og Helga sinna einnig ráðgjöf við val, kaup og upphengi á listaverkum og vilja þær meina að lykillinn að því að taka sín fyrstu skref við kaup á myndlist sé að gefa sér tíma, skoða það sem vekur áhuga og fá ráðgjöf um hvað gæti hentað viðkomandi best.

Innlit þakkar þeim Ásdísi og Helgu fyrir spjallið og vill hvetja lesendur sína til að líta við á vefsíðunni multis.is, skrá sig á póstlistann, gerast vinur þeirra á samfélagsmiðlum og láta sjá sig í útgáfuhóf þegar fjöldatakmörkunum lýkur.

 


Til að fá frekari upplýsingar um MULTIS: multis.is, Facebook og Instagram 

 


Hér eru myndum af nokkrum verkum sem MULTIS selur á vefsíðunni multis.is. Þetta eru bara örfá dæmi um úrvalið en á vefsíðunni eru alls 28 verk og fer fjölgandi.

Vefsíða: multis.is

Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu

Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu

Íris Huld Guðmundsdóttir

Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu

Nýverið gaf Lára Óskarsdóttir myndlistarkennari og markþjálfi út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Litli garðurinn. Bókin hefur hlotið mikið lof lesanda fyrir að vera einstaklega spennandi bók sem heldur lesendum við efnið. Eins og fyrr segir er þetta fyrsta skáldsaga Láru sem ákvað í staðinn fyrir að fara í hina árlegu golfferð til útlanda að ráða frekar til sín hóp af góðum konum til aðstoðar við útgáfu bókar sinnar.

Innlit hafði samband við Láru og bað hana að segja sér aðeins frá tilurð bókarinnar. “Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, leikhúsi og bíómyndum þó ég hafi ekki gefið mér tíma fyrr til að skrifa heildstæða sögu. Litli Garðurinn er fyrsta skáldsagan mín og er ég stolt af því að hafa gefið hana út sjálf.” Eins og allt nýtt var ferlið hjá Láru ákveðinn skóli en hún réði til sín ritstjóra, yfirlesara og aðila til að vinna kápuna. „Ég ákvað að leggja alúð í bókakápu og hönnun hennar og fékk til liðs við mig ungar konur sem kunna sitt fag” segir Lára. En til liðs við sig fékk hún þær Ingu Björk Andrésdóttur sem gerði kápumynd bókarinnar og Andreu Guðrúnu Lóudóttur sem sá um grafíska hönnun.

“Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, leikhúsi og bíómyndum þó ég hafi ekki gefið mér tíma fyrr til að skrifa heildstæða sögu. Litli Garðurinn er fyrsta skáldsagan mín og er ég stolt af því að hafa gefið hana út sjálf.”

Lára heldur áfram „Það er líka bratti að koma sér á framfæri, sem nýr höfundur, en ekki ókleifur.” Litli Garðurinn hefur fengið mjög góð viðbrögð hjá lesendum sem margir hafa sent Láru skemmtileg skilaboð en margir sleppa ekki hendinni af bókinni fyrr en þeir vita málalok. Svona upplifun lesenda segir Lára gefa sér orku í næstu skrif en Lára hefur hafist handa við nýja bók.” Áskorun að skrifa líf inn í texta Skemmtilegasta áskorunin varðandi skrifin finnst höfundinum að skrifa líf inn í texta, skapa aðstæður og semja samtöl. Við þá vinnu finnst Láru hún þurfa að fylgja ákveðnum þræði því sköpunin krefst heilinda gagnvart persónunum sem hún skapar.

„Þegar ég las textann minn yfir, sem ég gerði aftur og aftur, fann ég hvenær ég náði að fylgja þræðinum og hvenær ekki. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Íslensk fjölskylda verður fyrir þeim voveiflega atburði á Spáni að barninu þeirra er rænt. Í kjölfarið hefst atburðarrás sem heldur lesandanum allt til enda. Aðalpersónur Litla garðsins takast á við aðstæður sem reyna á og á þeirra fjörur reka persónur sem glæða söguna dýpt en Lára fékk hugmyndina að sögunni úr viðtali við franska konu sem varð fyrir sambærilegri reynslu. “

Myndin utan á kápunni vísar í efni sögunnar sem á sér stað, að hluta, í Barselóna. Myndin sýnir útlínur La Sagrada Familía kirkjunnar en garðurinn þar við hliðina er svið sem ég nota í bókinni” segir Lára að lokum

Bókin fæst í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og á vef þessara verslana.

Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Í Auðbrekku í Kópavogi hefur myndlistarmaðurinn Árni Bartels komið sér vel fyrir. Myndir Árna eru litríkar og fullar af lífi. Hann hefur í gegnum tíðina unnið með olíumálningu á striga og vatnsliti á pappír en uppá síðkastið hefur hann verið að vinna með hart efni, viðarplötur á eikargrind. Það tekur Árna marga mánuði að undirbúa efnið og pússa það niður þannig að áferðin á efninu verði það slétt að það glittir í æðar viðarins í gegnum marg málað og sprautaðann flötinn. En hann hefur meðal annars sprautað eikargrindina á sprautuverkstæði og þvælst á milli vinnustofunnar og sprautuverkstæðis með risa stór verk. “Eftir þennan langa prósess þá teikna ég einna helst hexagon mynstur með lífrænum tengingum, míkrókosmos” segir Árni. 

Árni hóf listnám sitt í Fjölbrautarskóla Garðabæjar á myndlistarbraut þar sem hann féll fyrir listinni. Þaðan lagði hann leið sína í Listaháskóla íslands.  Árið 2011 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Gutaborgar í Svíþjóð þar sem hann var með vinnustofu og rak gallerí.  Eftir að fjölskyldan flutti heim árið 2016 hefur Árni verið með vinnustofu og haft listina að aðalstarfi.

Þarf mislangt samtal við myndirnar til að klára þær

„Ég trúi því að myndirnir séu aldrei tilbúnar þegar þær eru á vinnustofunni minni” segir Árni blaðamanni Innlits. Myndir sem eru miklir karakterar þurfa sumar hverjar mjög langt samtal til að klárast. Sumar fá draug í sig og þá þarf að særa hann niður sem getur tekið á sérstaklega út af einveru, ég er samt bara einn en aldrei einmanna í stúdiói.” Undanfarin ár hefur Árni yfirleitt verið með sýningar á þessum árstíma en í ár ákvað hann að bjóða þeim sem hafa áhuga á að skoða eða kaupa verk uppá persónulega heimsókn á vinnustofu sína.

“Eftir þennan langa prósess þá teikna ég einna helst hexagon mynstur með lífrænum tengingum, míkrókosmos”

“Ég er í góðri aðstöðu til að einangra mig á vinnustofunni þannig það er hægt fyrir þá sem treysta sér að hafa samband við mig og bóka tíma í heimsókn á vinnustofuna hérna í Auðbrekku 4, efri hæð. Ég er með grímur og spritt á staðnum. Einnig er hægt að hitta mig á Zoom eða Messenger. Annars langar mig að óska öllum gleðilegrar aðventu og góða heilsu á þessum kóvid tímum og vonast til að sjá sem flesta á öruggan hátt!”

 

Hægt er að bóka vinnustofuheimsókn í síma 699 8996. Vinnustofan er til húsa í Auðbrekku 4 í Kópavogi á efri hæð. Einnig býður Árni uppá að hitta áhugasama á Zoom og Messenger. Neðst á síðunni eru hnappar inná samfélagsmiðlasíður Árna en þar er hægt að sjá gott úrval verka hans.

Ljósmyndir: innlit.is

Hér er Árni að störfum á vinnustofunni en það tekur hann stundum marga mánuði að vinna eina mynd.

Árni hefur undanfarin ár yfirleitt verið með sýningar á þessum árstíma en vegna aðstæðna býður hann fólki að hitta sig á vinnustofunni þetta árið.

Svipmynd af verkum á vinnustofunni.

Það skemmtilega við leiklist er að maður hættir aldrei að læra

Það skemmtilega við leiklist er að maður hættir aldrei að læra

Íris Huld Guðmundsdóttir

Það skemmtilega við leiklist er að maður hættir aldrei að læra

Jóel Sæmundsson leikari hefur verið áberandi á skjám landsmanna uppá síðkastið. Hann fór með stórt hlutverk í íslensku þáttaröðinni Ráðherrann sem sýndir voru nýlega á Rúv. Einnig fór hann með hlutverk Magga í kvikmyndinni Vesalings elskendur, kvikmynd í framleiðslu LittleBig production, leikstýrð af svíanum Maximilian Hult.

Sú mynd hlaut þrjár Eddu tilnefningar í ár, en Jóel var útnefndur fyrir hlutverk sitt sem leikari í aukahlutverki. Hann setti líka upp og lék einleikinn Hellisbúann, sem sló svo rækilega í geng að sýningin var sett upp í Las Vegas 2018. Fór með hlutverk í Hallmark myndinni Love on Iceland sem var sýnd í Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan og á Stöð 2.

Síðast en alls ekki síðst þá hefur hann farið listavel með hlutverk “James Bond” iðnaðarmanna í auglýsingum Húsasmiðjunar, sem passar vel við núna enda stendur hann í bullandi framkvæmdum þessa dagana.  Þetta er svona brot af þeim hlutverkum sem Jóel hefur tekið að sér í gengum tíðina. En hann tekur sig alls ekki of hátíðlega og stutt í grínið.

Jóel er í úlpu frá ZO•ON á myndunum sem voru teknar í garði Einars Jónssonar.

Við fengum Jóel til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur og byrjuðum á því að spyrja:

Hver er Jóel?
“Ég er bara ég, það er svo margt og flókið, en samt svo einfalt. Ég er leikari, faðir og sonur, ekki endilega í þessari röð. Kem frá stórborginni Þórshöfn Langanesi. Charles bukowski og Alan Watts eru mínir andlegir sálubræður.”

Jóel útskrifaðist með BA í leiklist frá Rose Bruford árið 2009 sem státar sig m.a. af leikurum eins og Gary Oldman. “Ég er ennþá að læra og það er nú það skemmtilega við leiklist er að maður hættir aldrei læra.

Ég er leikari, faðir og sonur, ekki endilega í þessari röð. Kem frá stórborginni Þórshöfn Langanesi. Charles bukowski og Alan Watts eru mínir andlegir sálubræður.”

En hvar höfum við einna helst séð þig?
“Kannski bara í búðinni? Annars kláraði ég að sýna Hellisbúann 2019 og núna voru að klárast sýningar á Ráðherranum.”

Hvar munum við sjá þig?
“Vonandi mætir þú á sýningar og eða horfir á eitthvað skemtilegt sem ég hef verið að leika í. Annars er það bara búðinn sko.”

Eins og kemur fram þá er Jóel í framkvæmdum þessa dagana en hann er að taka í gegn hús sem hann keypti sér rétt fyrir utan Reykjavík. “Ég er á fullu í húsaframkvæmdum að reyna gera eitthvað fínt. Eins er ég að bíða eftir því að maður megi fara vinna aftur við að skemmta fólki, svo er ég að æfa verk sem planað er að sýna í lok febrúar (það átti vera í október en hey það frestaðist) svo er ég líka reyna skrifa nýjan einleik sem mig langar henda upp 2021. Fínt henda þessu út til setja “skrifi-pressu” á mann.”

Framtíðarplönin?
“Halda áfram að lifa mínu lífi, ná markmiðum og elta drauma og jú svo ætla ég fá mér borða líka.”

En svona af því að það er kóvid og við erum föst á eyju þá er ein spurning að lokum. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og farið hvert í heimi sem er, hvert myndir þú fara og hvern myndir þú taka með þér?
“Svo margir staðir, en ég myndi annarsvegar fara til Grænlands og taka föður minn með og láta mömmu bara til systra minna á meðan, segir hann og hlær. Eða skemmtisigling með krökkunum mínum, eða til Sviss að renna okkur.”

Við óskum Jóel góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með honum í leiklistinni.