Systur gera syndsamlega gott súkkulaði undir heitinu KAKÓA

Í sumar smakkaði ég eitt af því allra besta súkkulaði sem ég hef bragðað á! Ljúffeng og brakandi karmella, hnetur og ber, það má segja að þetta súkkulaði hafi verið syndsamlega gott! En hver stendur á bak við framleiðslu á þessu dásamlega súkkulaði?

Bak við framleiðslu KAKÓA standa systurnar og sælkerarnir Kristín og Hildur Clausen. Hvorugar þeirra hafa einhvern sérstakan bakrunn í súkkulaði- eða matargerð en það hafði þó verið langþráður og umtalaður draumur hjá þeim systrum að búa til sitt eigið súkkulaði. En þess má geta að Kristín er með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja og starfar sem fjármálastjóri hjá alþjóðlegu fyrirtæki og Hildur er með B.A. próf í myndlist, kennararéttindi í sjónlistum og starfar hjá rótgrónu listgalleríi í Reykjavík.

“Pælingin er að bjóða uppá gómsætt hágæða súkkulaði með dásamlegri blöndu af krönsi ofan á og nóg af því… að vera svona Ben & Jerrys í súkkulaðinu. Markmið okkar með KAKÓA er að bjóða uppá súkkulaði upplifun sem við erum stoltar af. Okkar sérstaða er helst það sem við setjum ofan á súkkulaðið. Við búum það til sjálfar að mestu, fyrir utan hneturnar og berin sem við notum. Við erum einnig með spennandi verkefni í pípunum sem við kynnum síðar.”

“Hugmyndin að búa til eigið súkkulaði kviknaði í raun hjá Kristínu fyrir löngu og við systurnar ræddum þetta oft og iðulega án þess að gera meira í því. Draumurinn var að búa til súkkulaði úr hágæða hráefnum, helst frá grunni, læra að vinna kakómassa, tempra og þróa okkar eigin samsetningar. Við kýldum loks á þetta, pöntuðum gæða kakómassa, form og grinder og byrjuðum á að prófa og þróa allskonar samsetningar með tilheyrandi smakki. Súkkulaði er viðkvæm afurð og var þetta í byrjun “learn by doing” ferli hjá okkur, þar sem talsvert magn af súkkulaði endaði í ruslinu. Það sem við setjum ofan á súkkulaðið er einnig þróað af okkur, karmellukrönsið og karmellukókosinn. Upphaflega var þetta hugsað bara fyrir okkur sem áhugamál og til að gleðja vini og vandamenn. En svo vatt þetta ansi hratt uppá sig þar sem viðtökurnar voru frábærar og eftirspurnin varð eftir því. Í haust ákváðum við því að fjárfesta í temprunarvél og fleiri formum og ná okkur í starfsleyfi fyrir KAKÓA.”

“Pælingin er að bjóða uppá gómsætt hágæða súkkulaði með dásamlegri blöndu af krönsi ofan á og nóg af því… að vera svona Ben & Jerrys í súkkulaðinu. Markmið okkar með KAKÓA er að bjóða uppá súkkulaði upplifun sem við erum stoltar af. Okkar sérstaða er helst það sem við setjum ofan á súkkulaðið. Við búum það til sjálfar að mestu, fyrir utan hneturnar og berin sem við notum. Við erum einnig með spennandi verkefni í pípunum sem við kynnum síðar.”

Í dag erum við að framleiða þrjár tegundir af KAKÓA súkkulaði.

•           Dökkt súkkulaði 56% með pistasíum, salthnetum, trönuberjum og karamellukrönsi
•           Mjólkursúkkulaði með karamellukrönsi og sjávarsalti
•           Hvítt súkkulaði með karamellukókos, trönuberjum og sjávarsalti

Við munum klárlega bæta við vöruúrval KAKÓA áður en langt um líður.

Að lokum hvar er hægt að nálgast þetta syndsamlega góða súkkulaði!?

“KAKÓA súkkulaðið fæst nú fyrir jólin í Matarbúrinu í Krónunnar í Lindum og Selfoss. Í desember mun Súkkulaðið okkar einnig fást í Sælkerabúðinni Birtruhálsi og Gallerí List Skipholti. Við stefnum á að bjóða uppá KAKÓA súkkulaði í fleiri verslunum áður en langt um líður.
KAKÓA súkkulaðið hefur einnig verið vinsæl tækifærisgjöf hjá fyrirtækjum, hin fullkomna þrenna í fallegum pakkningum.”

Fjölskyldufyrirtæki

Með systrunum á myndunum er konan hennar Hildar, Jóhanna Þórsdóttir en hún hefur komið að framleiðslunni með systrunum frá upphafi, bæði sem fjárfestir og starfsmaður á plani.

Hægt er að fá allar upplýsingar um hvernig má nálgast vöruna á Facebókarsíðu KAKÓA en hlekk inn á hana má finna neðst í greininni.

Share This