Innlit til Guðmundar í Skálakoti

Innlit til Guðmundar í Skálakoti

Innlit til Guðmundar í Skálakoti

Guðmundur Viðarson í Skálakoti stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun sem ungur maður, nýbúinn að kaupa bú af afa sínum, hvort hann ætlaði að verða hinn hefðbundni bóndi eða fara í nýsköpun. Hann stökk út í óvissuna og rekur nú í dag eitt fallegasta hótelsetur landsins.

Við hjá Innlit hittum hann Guðmund í byrjun sumars, fengum að heyra söguna á bak við Skálakot og þá fallegu hönnun sem hótelið skartar. Einnig kynnumst frumkvöðlinum, Guðmundi, manninum á bak við Skálakot.

Myndir birtar með leyfi. Myndataka og klipping: Ásta Jónína Arnardóttir. Leikstjórn: Signý Rós

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Hönnun full af húmor og allskonar karakterum

Eyglo er fatamerki hannað af Eygló Margréti Lárusdóttur. Það er mjög auðvelt að verða hugfangin af hönnun Eyglóar og ég sé alveg fyrir mér þegar sundlaugar landsins opna aftur að spóka mig um í sundbol með plíseringum á bakinu sem ég gjörsamlega féll fyrir!

Fatnaður hennar er líflegur, skemmtilegur og fullur af karakterum það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sem sé “dull” við hann! Á heimasíðu Eyglo segist Eygló sækja sér innblástur í sjónvarpsþætti á borð við “Murder She Wrote” allt til kristinnar trúar.

Ég tók saman fimm af mínum uppáhalds flíkum frá Eyglo.


Ljósmyndir: Magnús Andersen fyrir Tides Magazine. Anna Maggý tók myndir nr. 1, 2 og 4. Birt með leyfi Eyglóar. 

Flíkur sem vísa þér veginn

Flippuð peysa með fljúgandi varalit

Elegant kjóll og sokkar í stíl fyrir þær sem elska renndur

Fallegt “náttúrudress” úr línunni Þingvellir

Geggjaður sundbolur með plíseringu á bakinu

Systur gera syndsamlega gott súkkulaði undir heitinu KAKÓA

Systur gera syndsamlega gott súkkulaði undir heitinu KAKÓA

Systur gera syndsamlega gott súkkulaði undir heitinu KAKÓA

Í sumar smakkaði ég eitt af því allra besta súkkulaði sem ég hef bragðað á! Ljúffeng og brakandi karmella, hnetur og ber, það má segja að þetta súkkulaði hafi verið syndsamlega gott! En hver stendur á bak við framleiðslu á þessu dásamlega súkkulaði?

Bak við framleiðslu KAKÓA standa systurnar og sælkerarnir Kristín og Hildur Clausen. Hvorugar þeirra hafa einhvern sérstakan bakrunn í súkkulaði- eða matargerð en það hafði þó verið langþráður og umtalaður draumur hjá þeim systrum að búa til sitt eigið súkkulaði. En þess má geta að Kristín er með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja og starfar sem fjármálastjóri hjá alþjóðlegu fyrirtæki og Hildur er með B.A. próf í myndlist, kennararéttindi í sjónlistum og starfar hjá rótgrónu listgalleríi í Reykjavík.

“Pælingin er að bjóða uppá gómsætt hágæða súkkulaði með dásamlegri blöndu af krönsi ofan á og nóg af því… að vera svona Ben & Jerrys í súkkulaðinu. Markmið okkar með KAKÓA er að bjóða uppá súkkulaði upplifun sem við erum stoltar af. Okkar sérstaða er helst það sem við setjum ofan á súkkulaðið. Við búum það til sjálfar að mestu, fyrir utan hneturnar og berin sem við notum. Við erum einnig með spennandi verkefni í pípunum sem við kynnum síðar.”

“Hugmyndin að búa til eigið súkkulaði kviknaði í raun hjá Kristínu fyrir löngu og við systurnar ræddum þetta oft og iðulega án þess að gera meira í því. Draumurinn var að búa til súkkulaði úr hágæða hráefnum, helst frá grunni, læra að vinna kakómassa, tempra og þróa okkar eigin samsetningar. Við kýldum loks á þetta, pöntuðum gæða kakómassa, form og grinder og byrjuðum á að prófa og þróa allskonar samsetningar með tilheyrandi smakki. Súkkulaði er viðkvæm afurð og var þetta í byrjun “learn by doing” ferli hjá okkur, þar sem talsvert magn af súkkulaði endaði í ruslinu. Það sem við setjum ofan á súkkulaðið er einnig þróað af okkur, karmellukrönsið og karmellukókosinn. Upphaflega var þetta hugsað bara fyrir okkur sem áhugamál og til að gleðja vini og vandamenn. En svo vatt þetta ansi hratt uppá sig þar sem viðtökurnar voru frábærar og eftirspurnin varð eftir því. Í haust ákváðum við því að fjárfesta í temprunarvél og fleiri formum og ná okkur í starfsleyfi fyrir KAKÓA.”

“Pælingin er að bjóða uppá gómsætt hágæða súkkulaði með dásamlegri blöndu af krönsi ofan á og nóg af því… að vera svona Ben & Jerrys í súkkulaðinu. Markmið okkar með KAKÓA er að bjóða uppá súkkulaði upplifun sem við erum stoltar af. Okkar sérstaða er helst það sem við setjum ofan á súkkulaðið. Við búum það til sjálfar að mestu, fyrir utan hneturnar og berin sem við notum. Við erum einnig með spennandi verkefni í pípunum sem við kynnum síðar.”

Í dag erum við að framleiða þrjár tegundir af KAKÓA súkkulaði.

•           Dökkt súkkulaði 56% með pistasíum, salthnetum, trönuberjum og karamellukrönsi
•           Mjólkursúkkulaði með karamellukrönsi og sjávarsalti
•           Hvítt súkkulaði með karamellukókos, trönuberjum og sjávarsalti

Við munum klárlega bæta við vöruúrval KAKÓA áður en langt um líður.

Að lokum hvar er hægt að nálgast þetta syndsamlega góða súkkulaði!?

“KAKÓA súkkulaðið fæst nú fyrir jólin í Matarbúrinu í Krónunnar í Lindum og Selfoss. Í desember mun Súkkulaðið okkar einnig fást í Sælkerabúðinni Birtruhálsi og Gallerí List Skipholti. Við stefnum á að bjóða uppá KAKÓA súkkulaði í fleiri verslunum áður en langt um líður.
KAKÓA súkkulaðið hefur einnig verið vinsæl tækifærisgjöf hjá fyrirtækjum, hin fullkomna þrenna í fallegum pakkningum.”

Fjölskyldufyrirtæki

Með systrunum á myndunum er konan hennar Hildar, Jóhanna Þórsdóttir en hún hefur komið að framleiðslunni með systrunum frá upphafi, bæði sem fjárfestir og starfsmaður á plani.

Hægt er að fá allar upplýsingar um hvernig má nálgast vöruna á Facebókarsíðu KAKÓA en hlekk inn á hana má finna neðst í greininni.

Sabína Steinunn sér heiminn með augum barna

Sabína Steinunn sér heiminn með augum barna

Sabína Steinunn sér heiminn með augum barna

Sabína Steinunn er með meistara gráðu í íþrótta- og heilsufræðum með áherslu á hreyfifærni barna. Frá því að hún hóf nám í íþróttafræðum 1999 hefur viðfangsefnið börn og hreyfifærni átt hug hennar allan. “Vorið 2002 lauk ég B.c. gráðu í íþróttafræðum og um haustið flutti ég til Óslóar og hóf nám í hreyfingu barn og barna með ólíkar þarfir. Takið eftir ég segi ólíkar þarfir af því að orðið sérþarfir fer í raun í taugarnar á mér – því við erum öll með þarfir, það er hins vegar hlutverk okkar fullorðinna að mæta þörfum allra barna og aðlaga umhverfið að þeirra þörfum.”

Í Ósló fór stór hluti af náminu mínu fram úti í náttúrunni og það skipti ekki máli hvernig veðrið var út var farið og jafnvel heilan skóladag úti í skógi. Námið í Ósló var gríðarlega mikil reynsla og opnaði augun mín enn frekar fyrir því hve mikil áhrif náttúran hefur á líf og vellíðan okkar. Það að fá jákvætt hreyfiuppeldi eykur líkurnar á því að barn viðhaldi slíkum lífsmáta út lífið. Sjálf fékk ég mikla náttúru í æsku og gaman að segja frá því að margar hugmyndir í bókinni Útivera eru komnar frá mömmu. Hlutir sem mamma var að finna upp á fyrir mig sem barn og leyfa mér að njóta. Ég er fædd og uppalin á Laugarvatni þar sem náttúran er allt í kringum fólk. Fjall, vatn, skógur, lækir og fegurðin út um allt. Vissulega hlutdræg en samt, gnægð af öllu fyrir náttúrubarnið mætti segja hlaðborð jákvæðra áreita á skynþroska barns.

Ég hef óbilandi trú á náttúrunni, hef alla tíð haft, og sérstaklega á hreyfifærni og skynþroska barna. Í raun hefur náttúran áhrif á alla þroska þætti barna og styrkir heilsu þeirra á allan máta. Bæði líkamlega, andlega og félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að barn sem lærir og leikur reglulega í náttúrunni er með sterkara ónæmiskerfi, þau sofa betur, búa við betra hreysti, eru með betri liðleika, samhæfingu, styrk, betri félagsfærni, betri sjálfsmynd og fleira og fleira. Eins reyni ég að nýta tilbúin leikföng sem minnst, það verður auðvitað aldrei hjá því komist en þá er um að gera að taka pínu tvist á hlutina og til dæmis fara með hefðbundin inni leikföng út í náttúruna. Hver segir að það megi ekki bjóða bangsa með í gönguferð eða taka lego kubba með út í snjó. Tilkostnaður við hverja hugmynd í bókinni Útivera er til dæmis lítill sem enginn og það er hluti af minni hugmyndafræði. Nýta náttúruna í leik og þar sem til fellur. Fyrsta skrefið er að vera þátttakandi í leik barna og reyna að sjá heiminn með þeirra augum.

Ég var búin að ganga með hugmyndina að Útiveru í nokkur ár þegar ég lét slag standa. Árið 2010 kom út fyrsta bókin mín Færni til framtíðar sem er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og sú þriðja 2016 en það er leikjabók Leikgleði  sem ég skrifaði fyrir Menntamálastofnun.  Færni til framtíðar og Leikgleði eru byggðar upp með sömu hugmyndafræði og Útivera, þ.e. náttúran er í forgrunni og skiptir ekki máli hvort þú búir á Þórshöfn á Langanesi, Reykjavík eða London allir geta nýtt sér bækurnar. Gaman að segja frá því að fyrsta bókin mín hefur verið þýdd á norsku og notuð í leikskólum í Noregi.

Frá 2002 hef ég haldið hundruð fyrirlestra og flesta jú meðal starfsfólk leikskóla og eða foreldra leikskólabarna. Ég hleraði raddir vel á þessum fyrirlestrum og samtalið við fólkið tryggði enn frekar trú mína á efninu. Fólki vantaði hugmyndir að gæðastundum, eða hugmyndir til að fjölga gæðastundum með börnum í náttúrunni. Á vissu aldursskeiði eru börn mjög móttækileg fyrir ímyndunar- og hlutverkaleik, þau eru sífellt í leit að nýjum upplifunum og þau þyrstir í ævintýri. Börn eru sköpuð til að hreyfa sig og þau setja sig oftar en ekki í stellingar sem litlir vinnumenn sem hafa endalausa orku til að njóta þess sem verður á vegi þeirra. Leikur er í forgrunni og það er hlutverk okkar fullorðinn að skapa ólík tækifæri, gefa svigrúm fyrir mismundandi umhverfi og síðast en ekki síst tíma. Tími er auðlind sem er ákaflega dýrmæt og tími sem við verjum með börnunum okkar í gæðastundir getur haft varanleg áhrif á líf þeirra til æviloka. Við sköpum okkur lífsstíl sem eykur líkurnar á því að barnið velji það sama og svo koll af kolli fyrir næstu kynslóðir.

Ég tala um að verja tíma, ég á mjög erfitt með það þegar ég sé fólk tala um að eyða tíma með börnunum sínum eða fjölskyldu. Fyrir mér eyðum við tíma í vitleysu en við verjum honum í góða hluti og sáum fræjum. Útivera hefur að geyma 52 hugmyndir af gæðastundum fyrir fjölskylduna. Hugmyndir sem er auðvelt að tileinka sér og notendur geta verið fullvissir um það að þær hafa allir jákvæð áhrif á alla þroska þætti barna. Ég vildi skrifa notendavæna bók, bók sem er á mannamáli en ekki akademíska bók með flóknu fræðimáli.

Nú erum við að detta inn í mesta skammdegið en hver árstíð hefur sinn sjarma og býður upp á misjafnar upplifanir fyrir skynfærin okkar. Skammdegið hefur jákvæð áhrif til dæmis á sjónskyn barna og það er gaman að ögra því í þessum aðstæðum. Það er tilvalið að fara í gönguferðir til dæmis með vasaljós, höfuðljós eða jafnvel kerti í krukku. Ég hvet fólk til að taka smá tvist á daglegar venjur og þora að fara út fyrir rammann á hefðbundnum seinni part í lífinu. Fara með bækur út í náttúruna og lesa sögu fyrir svefninn, það má alveg vera í náttfötum undir skíðagallanum koma svo heim og fá heitan kakóbolla fyrir svefninn. Leyfa þeim sem eru komin í skóla að taka lestrarbókina með út og klára heimalesturinn. Útbúa lítil snjóhús fyrir kertið og borða kvöldmatinn jafnvel úti í garði eða næsta lundi. Með svona einföldum hugmyndum fjölgar fólk gæðastundum fjölskyldunnar, nær að kúpla sig frá amstri dagsins og núvitund er hvergi betri en úti í náttúrunni. Að sjálfsögðu takmörkum við tíma í snjall tækjum og jafnvel skiljum þau eftir heima.

Fyrsta skrefið er að fara út og njóta – þetta er ekki spurning ferðalagið eða áfangastaðinn heldur – ferðafélagana!

Skemmtileg aðferð við að þekkja plöntur & blóm

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir tekur barnið stundum með sér í vinnuna

Erla Dóra Gísladóttir er 35 ára skartgripahönnuður, frumkvöðull og móðir. Fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur. Árið 2005 flutti hún búferlum til Danmerkur og kláraði grunnnám í gullsmíði og skartgripahönnun vorið 2008. Jólin 2008 flutti hún síðan aftur heim “í blússandi kreppu og skemmtilegheit!” eins og hún segir sjálf frá.

Eddó, eins og hún er jafnan kölluð, mun halda áfram að standa vaktina í versluninni Skúmaskot á Skólavörðustíg, sem hún ásamt sjö öðrum listakonum rekur, og taka á móti gestum og gangandi. En einnig er hún nýbúin að opna spennandi netverslun þar sem hægt að panta jólapakkann beint heim að dyrum!

Mig langaði að forvitnast aðeins um konuna á bak við EddóDesign, þessa áberandi fallegu skartgripahönnun.

“Fjölskyldan mín hefur alltaf þekkt mig sem Eddó þannig það lá beinast við að nota það gælunafn sem listamannsnafnið mitt. Ég myndi segja að ég hafi alltaf verið frekar kreatív og leitaði í allskonar miðla til þess að tjá mig. Ég elskaði alla verklega tíma í skóla eins og smíði og myndmennt en þegar ég komst í málmsmíði einn vetur í Hagaskóla, tjah ætli það hafi ekki verið svona fyrsta vísbending að því sem koma skyldi, þó ég hafi ekki vitað það þá.”

Ég flutti til Danmerkur 2005 og var að vinna til að byrja með. Mér leiddist fyrst og mamma vorkenndi mér svo mikið að hún splæsti á mig námskeiði í silfursmíði. Þar varð ég ástfangin! Það small allt og ég fattaði loksins hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór! Það fór þannig að ég sótti um skóla í Danmörku og kláraði grunnnámið í gullsmíði og skartgripahönnun vorið 2008.

Stuttu eftir það opnaði ég litla vefverslun á Etsy og það má segja að Eddó Design hafi byrjað þá. Mjög hægt til að byrja með. Held að ég hafi kannski selt 3 hluti fyrsta árið. En þarna byrjaði ég að þróa með mér og finna minn stíl, sem er auðvitað í stöðugri þróun. Fyrir jól 2008 fékk ég svo skyndilega heimþrá að ég flýtti mér aftur heim til Íslands, í blússandi kreppu og skemmtilegheit!

Ég sé sko ekki eftir því að hafa komið heim því ég kynntist manninum mínum stuttu seinna og fékk svona nýja og ferskari sýn á Ísland og á náttúruna okkar. Ég nota hana óspart sem innblástur í mínum verkum enn í dag, allt frá fjöru til fjalla.

Árið 2010 eignuðumst við eldri son okkar. Þegar hann var lítill átti ég erfitt með að finna jafnvægi á milli þess að smíða og ala upp barn. Hann var fyrsta barnið mitt, ég upplifði að ég kunni ekki neitt og var alltaf að stressa mig á hverjum einasta hiksta, liggur við. Ég vildi standa mig í móðurhlutverkinu þannig að EddóDesign fór í dvala í nokkur ár.

En það er svo skrítið að þessi sköpunarþörf hún hverfur aldrei. Hún bara byggist upp eins og snjóbolti þegar hún fær að rúlla um óáreitt inní manni í svona langan tíma og á endanum var ég að springa! Ég varð að fara að smíða aftur!

En það er svo skrítið að þessi sköpunarþörf hún hverfur aldrei. Hún bara byggist upp eins og snjóbolti þegar hún fær að rúlla um óáreitt inní manni í svona langan tíma og á endanum var ég að springa! Ég varð að fara að smíða aftur!

Ég var í “venjulegri” vinnu á þessum tíma, einnig að reyna að sinna Eddó Design á kvöldin og um helgar. Það gekk svona mis vel. Það var brjálað að gera í dagvinnunni og ég var í allri hreinskilni svona 5 mínútum frá því að brenna út þegar að mér var sagt upp í lok árs 2017.

En vá, vá, vá, hvað það er með því heppilegasta sem hefur komið fyrir mig!  Því oft er það þannig að þegar ein hurð lokast opnast tveir gluggar og mynda trekk!  Ég gat loksins andað, ræktað sjálfa mig og mína sköpunargáfu og ég ákvað að leyfa sjálfri mér að prófa að standa á eigin fótum í smá tíma. Sjá hvort ég gæti þetta, hvort einhver fílaði það sem ég hafði uppá að bjóða. Sem varð svo raunin.

Ég var svo heppin að mjög fljótlega eftir að ég byrjaði sjálfstætt var mér boðið að vera meðlimur í hönnunar- og listagallerí sem heitir Skúmaskot og er á Skólavörðustígnum. Þar eignaðist ég yndislega litla hönnunarfjölskyldu sem er ótrúlega gaman að vinna með. Ég er með vott af “bissness” í blóðinu og elska að vera búðarkona og það gengur mjög vel!

Við erum í augnablikinu 8 listakonur sem rekum Skúmaskot saman. Það er alveg yndislegt að mínu mati að vita til þess að það eru svona verslanir í miðborginni þar sem hægt er að versla beint frá hönnuðum.

Ég hef verið í Skúmaskoti síðastliðinn ár og verð vonandi sem lengst áfram, en meðfram smá aukavinnu hér og þar, enda er erfitt að lifa á listinni einni saman á Íslandi!

Eftir að ég eignaðist yngri soninn í lok mars 2020 með bullandi kóvid í gangi í heiminum og enginn vissi neitt einhvernvegin, þá nýttist mér sjálfsþekkingin, plús bjartsýni og ögn af æðruleysi mjög vel! Einhvernvegin mallar þetta áfram og oftast næ ég að vera besta mamman sem ég get verið, besti skartgripahönnuðurinn, kærasta, vinnufélagi og vinkona plús öll hin hlutverkin.

„Þessi mynd var tekin í sumar, fyrsta vaktin eftir að vera orðin tveggja barna móðir. Þegar hún var tekin var ég pottþétt svolítið vonsvikin að vera ekki komin með hugmynd að næstu skartgripalínu. Eflaust með oggu samviskubit að vera drösla barninu út svona ungu og það hafa örugglega læðst inn í ponku stund hugsanir eins og ætli fólki finnist ég vera vond mamma að hafa hann hérna hjá mér!?” 

Sem betur fer vörðu þessar hugsanir stutt, því ég held að ég hafi aðallega verið að hugsa hversu heppin ég er að geta þetta. Ég hef þau forréttindi að geta tekið barnið mitt með mér í vinnuna. Auðvitað er það mikil vinna að hugsa um kornabarn, míni ungling, heimili og heimanám.

Smíða skartgripi, standa vaktina í búðinni, sjá svo um markaðsmál, samfélagsmiðla og reyna láta heiminn vita að maður sé til! En bæði uppeldið og sköpunin kemur frá hjartanu og þá er svo dýrmætt fyrir fólk eins og mig að vera í aðstöðu sem leyfir hvorutveggja að njóta sín og fyrirgefur þegar eitthvað þarf að gefa aðeins eftir. Mér finnst það algjörlega ómetanlegt eiginlega.

En aukinn sveigjanleiki í samfélaginu myndi gera öllum gott og mér sýnist það á öllu að við séum að sjá það núna þegar margir þurfa að vinna að heiman að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Samfélagið aðlagar sig að breyttum aðstæðum og það er mikilvægt að staldra aðeins við og hugsa um það hvort við viljum að allt verði nákvæmlega eins og það var aftur?
Jólavertíðin leggst bara vel í mig. Ég er nýlega búin að halda mína fyrstu einkasýningu á skúlptúr skarti sem bar nafnið, Ó Praktík. Það var smá törn að græja það allt þannig að jólin verða bara piparkökubiti! Ég hlakka til að verja tíma með fjölskyldunni minni í bland við að vinna á verkstæðinu.

Ég held að fólk sé alltaf að læra betur að meta íslenskt handverk og framleiðslu. Öll tilefni til  gjafa skipta litla einyrkja eins og mig ofsalega miklu máli. En ég er vel undirbúin, glæný vefverslun opnaði í byrjun nóvember þannig ég hlakka bara til að geta skapað gleðileg jól fyrir aðra.

Það gefur manni mikið að vita af litlum öskjum hér og þar um bæinn sem bíða eftir að verða opnaðar. Skartgripir sem fá að vera um hálsa og á fingrum inn í nýtt og bjart ár. Kannski verða sumar þessara gjafa erfðagripir og munu lifa miklu lengur en ég sjálf og það er bara besta tilfinningin!

Vefsíða og verslun:
www.eddodesign.com