Syndsamlega gott súkkulaði

Syndsamlega gott súkkulaði

Syndsamlega gott súkkulaði

Í sumar smakkaði ég eitt af því allra besta súkkulaði sem ég hef bragðað á! Ljúffeng og brakandi karmella, hnetur og ber, það má segja að þetta súkkulaði hafi verið syndsamlega gott! En hver stendur á bak við framleiðslu á þessu dásamlega súkkulaði?

Bak við framleiðslu KAKÓA standa systurnar og sælkerarnir Kristín og Hildur Clausen. Hvorugar þeirra hafa einhvern sérstakan bakrunn í súkkulaði- eða matargerð en það hafði þó verið langþráður og umtalaður draumur hjá þeim systrum að búa til sitt eigið súkkulaði. En þess má geta að Kristín er með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja og starfar sem fjármálastjóri hjá alþjóðlegu fyrirtæki og Hildur er með B.A. próf í myndlist, kennararéttindi í sjónlistum og starfar hjá rótgrónu listgalleríi í Reykjavík.

“Hugmyndin að búa til eigið súkkulaði kviknaði í raun hjá Kristínu fyrir löngu og við systurnar ræddum þetta oft og iðulega án þess að gera meira í því. Draumurinn var að búa til súkkulaði úr hágæða hráefnum, helst frá grunni, læra að vinna kakómassa, tempra og þróa okkar eigin samsetningar. Við kýldum loks á þetta, pöntuðum gæða kakómassa, form og grinder og byrjuðum á að prófa og þróa allskonar samsetningar með tilheyrandi smakki. Súkkulaði er viðkvæm afurð og var þetta í byrjun “learn by doing” ferli hjá okkur, þar sem talsvert magn af súkkulaði endaði í ruslinu. Það sem við setjum ofan á súkkulaðið er einnig þróað af okkur, karmellukrönsið og karmellukókosinn. Upphaflega var þetta hugsað bara fyrir okkur sem áhugamál og til að gleðja vini og vandamenn. En svo vatt þetta ansi hratt uppá sig þar sem viðtökurnar voru frábærar og eftirspurnin varð eftir því. Í haust ákváðum við því að fjárfesta í temprunarvél og fleiri formum og ná okkur í starfsleyfi fyrir KAKÓA.”

“Pælingin er að bjóða uppá gómsætt hágæða súkkulaði með dásamlegri blöndu af krönsi ofan á og nóg af því… að vera svona Ben & Jerrys í súkkulaðinu. Markmið okkar með KAKÓA er að bjóða uppá súkkulaði upplifun sem við erum stoltar af. Okkar sérstaða er helst það sem við setjum ofan á súkkulaðið. Við búum það til sjálfar að mestu, fyrir utan hneturnar og berin sem við notum. Við erum einnig með spennandi verkefni í pípunum sem við kynnum síðar.”

Í dag erum við að framleiða þrjár tegundir af KAKÓA súkkulaði.

•           Dökkt súkkulaði 56% með pistasíum, salthnetum, trönuberjum og karamellukrönsi
•           Mjólkursúkkulaði með karamellukrönsi og sjávarsalti
•           Hvítt súkkulaði með karamellukókos, trönuberjum og sjávarsalti

Við munum klárlega bæta við vöruúrval KAKÓA áður en langt um líður.

Að lokum hvar er hægt að nálgast þetta syndsamlega góða súkkulaði!?

KAKÓA súkkulaðið fæst nú fyrir jólin í Matarbúrinu i Krónunnar í Lindum og Selfoss. Í desember mun Súkkulaðið okkar einnig fást í Sælkerabúðinni Birtruhálsi og Gallerí List Skipholti. Við stefnum á að bjóða uppá KAKÓA súkkulaði í fleiri verslunum áður en langt um líður.
KAKÓA súkkulaðið hefur einnig verið vinsæl tækifærisgjöf hjá fyrirtækjum, hin fullkomna þrenna í fallegum pakkningum.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið  kakoasukkulaði@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.

 

Coocoos Nest og Luna Florens – tvær perlur á Grandanum

Coocoos Nest og Luna Florens – tvær perlur á Grandanum

Coocoos Nest og Luna Florens – tvær perlur á Grandanum

Við Grandagarð 23 of 25, í gömlu sjarmerandi netageymslu skúrunum eru tveir staðir sem alltaf er gaman að heimsækja. Þessir staðir heita Coocoos Nest og Luna Flórens og eru þetta fjölskyldustaðir, sama fjölskyldan rekur þá báða og er það hluti af sjarmanum sem stafar af þessum systurstöðum.

Hjónin Íris Ann og Lucas Keller stofnuðu fyrirtækið árið 2013 og hafa nú tveir öflugir drengir bæst í fjölskylduna sem taka virkan þátt í stuði og stemningu staðanna. Lucas er ástríðukokkur frá Kaliforníu sem menntaði sig og starfaði við matreiðslu á Ítalíu en Íris er ljósmyndari og fagurkeri og margt fleira. Saman skapa þau ásamt sínu fólki einstakt umhverfi, viðmót og síðast en ekki síst bjóða þau uppá frábæra upplifun í mat og drykk, auk þess sem þau eru með ýmsan spennandi varning á boðstólnum

Fjölskyldan hefur að sjálfsögðu lagað sig að aðstæðunum sem hafa skapast í samfélaginu upp á síðkastið og bjóða uppá girnilegan heimsendingarmatseðil frá Coocoos Nest þar sem verðlaunaða súrdeigsbrauð staðarins er sjaldnast langt undan.

 Á Luna Flórens en áherslan á spennandi te og kokteila en hægt að panta mat af matseðli Coocoos. Það er mikið úrval af fögrum munum og ýmsu sem skemmtileg er að gefa og er þetta einn af uppáhalds stöðum þeirrar sem skrifar pistilinn til að kaupa fallegar smágjafir eins og fyrir afmæli vinkvenna á þessum töfrastað.

Hægt er að kaupa sér (eða einhverjum sem við elskum) blómvendi, pottablóm, eðalsteina, seremóníukakóstykki, ilmkerti og margt fleira sem gefur lífinu lit og töfra.


Hér að neðan birtum við nokkrar myndir frá báðum stöðunum en þær fengum við að láni af instagram og facebókar síðum staðanna sjálfra og eru birtar með leyfi eigenda.

Spennandi take away matseðill

Súrdeigspizza í hollari, og betri kanntinum

Svalandi og fallegir drykkir eru alltaf viðeigandi

Töfrasteinar með góðri orku – óskaðu þér

Ilmkerti og kósí

Seremóníu cacao fyrir draumana