Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Eva og Oddný eru með frekar ólíkan bakrunn, Eva er með gráðu í markaðsfræðum og mannauðsstjórnun en Oddný er hjúkrúnarfræðingur að mennt og vinnur sem slíkur hún er einnig með brennandi áhuga á handavinnu. En þær eiga þó eitt og annað sameiginlegt sem leiddi þær út í það að fara að hanna saman fatnað fyrir börn. Svona fyrir utan það að vera mágkonur, þá eru þær báðar fagurkerar, hafa næmt auga fyrir hönnun og finnst mjög gaman að versla fatnað! Þær eiga líka börn á grunnskólaaldri og fundu þörf til að sinna þeim markaði hvað varðar þæginlegan, mjúkan og kynlausum fatnað.

Hefur lengi langað að fara saman út í rekstur 

“Okkur hefur lengi langað að fara út í rekstur saman og áttum næstum 3ja ára gamalt vinnuskjal með hugmyndum að vörumerkjum til að flytja inn sem við dustuðum rykið af reglulega. Við vorum þá báðar í fullri vinnu og með lítil börn þannig að það gerðist lítið. Síðasta vetur var ég að vakna aftur til lífsins eftir kulnun og Oddný í fæðingarorlofi þá ákváðum við að skoða þetta fyrir alvöru, segir Eva, en sáum þá fljótt að flest þessara vörumerkja sem við höfðum listað niður voru nú fáanleg á íslenskum markaði.

“Það sem þessi vörumerki áttu sameiginlegt var að þau fókusa að mestu á ungabörn og unga krakka. Við sáum þá að það vantaði frekar fatnað og vörur fyrir börn á grunnskólaaldri og verandi móðir tveggja barna á þeim aldri þá hafði ég upplifað það af eigin raun hvað það getur verið erfitt að fá fatnað við hæfi, bætir Eva við. Út frá því fórum við að skoða vörumerki til innfluttnings sem væru með gott úrval fyrir grunnskólabörn en svo virðist sem það sé gat í þessum markaði á fleiri stöðum en á Íslandi og fundum við ekkert sem okkur leist á.”

Fatnaðurinn sem við vorum að leita eftir þurfti að tikka í nokkur box hvað varðar þægindi og gæði, hann þurfti einnig að henta íslensku veðurfari, vera kynlaus og að sjálfsögðu á viðráðanlegu verði fyrir allflesta.

Segið mér aðeins frá þessari pælingu að vera með UNISEX fatnað? “Öll okkar hönnun, hvort sem það eru snið eða litir er gert með einstaklinginn í huga ekki kyn. Börn eiga ekki að óttast að versla það sem þeim þykir flott því það er búið að setja þau og fatnaðinn í eitthvað fyrirfram ákveðið box. Við leggjum líka mikið upp úr því að sýna fjölbreytileikann á samfélagsmiðlum því við sem foreldrar þurfum oft líka að koma okkur út úr þessu boxi.

Hvar er hægt að nálgast vörurnar? “Vörurnar verða fáanlegar í netverslun okkar. Þar verður að finna peysur, buxur, boli, jakka, húfur, sundpoka og fleiri fylgihluti. Við ætlum að vera duglegar að bæta nýjum vörum við reglulega í stað þess að koma með heilar vörulínur nokkrum sinnum yfir árið.”

 

Hér má sjá dæmi um hönnun tvíeykisins. Fyrir neðan myndir er linkur á Fésbókarsíðu og Instagram ELEVEN RVK.

 

Vefsíða og verslun: www.elevenrvk.is

Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu

Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu

Íris Huld Guðmundsdóttir

Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu

Nýverið gaf Lára Óskarsdóttir myndlistarkennari og markþjálfi út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Litli garðurinn. Bókin hefur hlotið mikið lof lesanda fyrir að vera einstaklega spennandi bók sem heldur lesendum við efnið. Eins og fyrr segir er þetta fyrsta skáldsaga Láru sem ákvað í staðinn fyrir að fara í hina árlegu golfferð til útlanda að ráða frekar til sín hóp af góðum konum til aðstoðar við útgáfu bókar sinnar.

Innlit hafði samband við Láru og bað hana að segja sér aðeins frá tilurð bókarinnar. “Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, leikhúsi og bíómyndum þó ég hafi ekki gefið mér tíma fyrr til að skrifa heildstæða sögu. Litli Garðurinn er fyrsta skáldsagan mín og er ég stolt af því að hafa gefið hana út sjálf.” Eins og allt nýtt var ferlið hjá Láru ákveðinn skóli en hún réði til sín ritstjóra, yfirlesara og aðila til að vinna kápuna. „Ég ákvað að leggja alúð í bókakápu og hönnun hennar og fékk til liðs við mig ungar konur sem kunna sitt fag” segir Lára. En til liðs við sig fékk hún þær Ingu Björk Andrésdóttur sem gerði kápumynd bókarinnar og Andreu Guðrúnu Lóudóttur sem sá um grafíska hönnun.

“Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, leikhúsi og bíómyndum þó ég hafi ekki gefið mér tíma fyrr til að skrifa heildstæða sögu. Litli Garðurinn er fyrsta skáldsagan mín og er ég stolt af því að hafa gefið hana út sjálf.”

Lára heldur áfram „Það er líka bratti að koma sér á framfæri, sem nýr höfundur, en ekki ókleifur.” Litli Garðurinn hefur fengið mjög góð viðbrögð hjá lesendum sem margir hafa sent Láru skemmtileg skilaboð en margir sleppa ekki hendinni af bókinni fyrr en þeir vita málalok. Svona upplifun lesenda segir Lára gefa sér orku í næstu skrif en Lára hefur hafist handa við nýja bók.” Áskorun að skrifa líf inn í texta Skemmtilegasta áskorunin varðandi skrifin finnst höfundinum að skrifa líf inn í texta, skapa aðstæður og semja samtöl. Við þá vinnu finnst Láru hún þurfa að fylgja ákveðnum þræði því sköpunin krefst heilinda gagnvart persónunum sem hún skapar.

„Þegar ég las textann minn yfir, sem ég gerði aftur og aftur, fann ég hvenær ég náði að fylgja þræðinum og hvenær ekki. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Íslensk fjölskylda verður fyrir þeim voveiflega atburði á Spáni að barninu þeirra er rænt. Í kjölfarið hefst atburðarrás sem heldur lesandanum allt til enda. Aðalpersónur Litla garðsins takast á við aðstæður sem reyna á og á þeirra fjörur reka persónur sem glæða söguna dýpt en Lára fékk hugmyndina að sögunni úr viðtali við franska konu sem varð fyrir sambærilegri reynslu. “

Myndin utan á kápunni vísar í efni sögunnar sem á sér stað, að hluta, í Barselóna. Myndin sýnir útlínur La Sagrada Familía kirkjunnar en garðurinn þar við hliðina er svið sem ég nota í bókinni” segir Lára að lokum

Bókin fæst í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og á vef þessara verslana.

Hefði aldrei búist við að gefa út bók í miðjum heimsfaraldri

Hefði aldrei búist við að gefa út bók í miðjum heimsfaraldri

Hefði aldrei búist við að gefa út bók í miðjum heimsfaraldri

Berglind Hreiðarsdóttir er frumkvöðull, lífskúnster, fagurkeri, bloggari, rithöfundur, eiginkona og móðir sem búsett er í fallegu sérbýli í Mosfellsbæ. Lengst af vann Berglind við mannauðsmál og verkefnastýringu ásamt því að halda úti bloggsíðunni sinni Gotteri.is í hjáverkum. Nú hefur Berglind gefið út þriðju bókina sína Saumaklúbburinn sem hefur notið gífurlegra vinsælda í jólabókasölunni í ár. Kannski ekki skrítið enda ofsalega vönduð og falleg bók að mati blaðakonu Innlits. Við hittum Berglindi í smá spjall.

“Ég hef lengst af unnið við mannauðsmál og verkefnastýringu í lífinu með bloggið á hliðarlínunni, enda bakstur, eldamennska, ferðalög og veislur mín helstu áhugamál. Það var síðan fyrir um tveimur árum að ég ákvað að prófa að fara „all-in“ þangað og sjá hvert það myndi leiða mig. Hér er ég síðan enn, þremur bókum og allnokkrum uppskriftum og ævintýrum síðar”, segir Berglind og hlær.

Aðspurð segist Berglind ekki vita nákvæmlega hvaðan þessi áhugi hennar komi. “Ég held stundum að þetta hafi verið mér í blóð borið. Mamma gerði alltaf flottar afmælisveislur en pabbi hefur reyndar tekið við bakstrinum í seinni tíð á þeirra heimili, amma mín var dugleg að leyfa okkur systrum að baka með sér og oftar en ekki var ég með uppskriftir úr matreiðslu í grunnskólanum að brasa í eldhúsinu.

Ég hugsa síðan að það hafi verið mikilvægt að fá að vera sjálfstæð og mega spreyta mig í eldhúsinu á sínum tíma til að ná að þróa þetta áhugamál. Það er eitthvað innra með mér sem elskar að gleðja aðra og þannig hef ég alltaf verið. Hvort sem það er að gefa gjafir, gera eitthvað óvænt, halda veislur, baka, elda eða skipuleggja ævintýri fyrir fólkið í kringum mig þá virðist ég hafa óþrjótandi vilja og eldmóð til að taka slík verkefni að mér”, segir Berglind.

Berglind er jákvæð og skemmtileg týpa, það er ávallt stutt í smitandi hlátur hennar, enda gefur hún sér rými til þess að rækta hugmyndir sínar og láta þær verða að veruleika.

En hvernig varð til sú hugmynd að gefa út bókina Saumaklúbburinn? “Hugmyndin að Saumaklúbbnum var komin í kollinn á mér við gerð Veislubókarinnar. Ég á það nefnilega til að fá allt of margar hugmyndir og síðan reynist stundum erfiðara að slökkva á þeim aftur” segir Berglind og skellir uppúr.

Berglind heldur áfram: „Saumaklúbburinn var fyrst hugsuð sem hefðbundin uppskriftabók með fjölbreyttum uppskriftum ásamt klassískum nostalgíu uppskriftum. Síðan fékk ég þessa hugmynd með heimboðin í ferlinu og upphaflega áttu þau að vera kannski 3-4 en enduðu á að vera 10 því þessi partur tókst með eindæmum vel, enda klassakonur í kringum mig sem voru tilbúnar að taka þetta verkefni að sér.”

Hvernig uppskriftarbók er þetta?Bókin er því í raun hefðbundin uppskriftabók með 5 köflum fyrir fjölbreyttar stundir ásamt því að vera með einn langan kafla til viðbótar með 10 fullbúnum heimboðum. Fólk getur nýtt sér bókina til að skapa gæðastundir heima við, með sínum nánustu, svo má vonandi fara að bjóða heim bráðlega og leyfa fleirum að njóta góðs af gleðinni. Það ætti því að vera nóg af hugmyndum til að velja uppskriftir og framsetningu úr í bókinni. Vinkonur mínar sögðu reyndar við mig að þetta væri eflaust efni í 2-3 bækur en þetta endaði nú samt allt í einni bók því engu tímdi ég að sleppa”, Já, það er nokkuð augljóst að Berglind á góðar vinkonur.

„Það er eitthvað innra með mér sem elskar að gleðja aðra og þannig hef ég alltaf verið. Hvort sem það er að gefa gjafir, gera eitthvað óvænt, halda veislur, baka, elda eða skipuleggja ævintýri fyrir fólkið í kringum mig þá virðist ég hafa óþrjótandi vilja og eldmóð til að taka slík verkefni að mér”

Hún segir okkur að það hafi aldrei hvarflað að sér að hún væri að fara að gefa út bók í miðjum heimsfaraldri. En það kom samt sem áður alls ekki til greina að hætta við þó svo að það hafi skotist upp í huga hennar á einhverjum tímapunkti. „Eftir allt saman var þetta líklega betri tími en annars til að gefa út slíka bók þar sem fólk er meira heima við með fjölskyldunni og um að gera að nýta tímann til að dúllast í eldhúsinu og kokka upp eitthvað gómsætt fyrir fjölskylduna.”

Berglind hannaði og tók allar myndir sjálf og finnst blaðakonu þær hver annarri fallegri. Berglind setti setti bókina upp, sendi hana svo í prentun og eins og það sé ekki nóg þá sér hún um alla dreifingu og markaðsetningu sjálf.

En hvaðan sækir Berglind þetta frumkvöðlaeðli?
“Já það er nú góð spurning! Ég hef verið svona frá því að ég var barn, mér dettur eitthvað í hug og ég bara geri það. Ég hef alltaf verið sjálfstæð og látið verkin tala, þó svo ég sé stundum ogguponsu hvatvís líka og slíkt alveg komið mér í bobba! Ég hugsa samt að það sé alltaf betra að láta bara vaða heldur en að vera að sjá eftir því að hafa ekki gert hitt eða þetta á lífsleiðinni. Lífið er allt of stutt til að láta ekki drauma sína rætast og ef hjartað togar mann í einhverja átt finnst mér bara að það eigi að fylgja því og sjá hvað gerist.”

En hvað gerir þessi ofurkona til að ná slökun, eða slakar hún á yfir höfuð? „Slökun, hvað er nú það?!” segir Berglind og skellihlær. „Nei, ég segi nú bara svona, ég mætti svo sannarlega slaka oftar og meira á en ef ég á að nefna þrjá hluti ætla ég að leyfa mér að segja jóga, útivera og heiti potturinn.”

Bókina Saumaklúbburinn er hægt að kaupa í netverslun á heimasíðu Berglindar www.gotteri.is einnig er m.a. hægt að nálgast bókina í verslunum Hagkaupa og Pennans.


Ljósmyndir: Berglind Hreiðarsdóttir

Má bjóða þér til veislu? Uppskrift af þessari uppsetningu er hægt að finna í bók Berglindar.

Gotterí að hætti Berglindar.

Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Í Auðbrekku í Kópavogi hefur myndlistarmaðurinn Árni Bartels komið sér vel fyrir. Myndir Árna eru litríkar og fullar af lífi. Hann hefur í gegnum tíðina unnið með olíumálningu á striga og vatnsliti á pappír en uppá síðkastið hefur hann verið að vinna með hart efni, viðarplötur á eikargrind. Það tekur Árna marga mánuði að undirbúa efnið og pússa það niður þannig að áferðin á efninu verði það slétt að það glittir í æðar viðarins í gegnum marg málað og sprautaðann flötinn. En hann hefur meðal annars sprautað eikargrindina á sprautuverkstæði og þvælst á milli vinnustofunnar og sprautuverkstæðis með risa stór verk. “Eftir þennan langa prósess þá teikna ég einna helst hexagon mynstur með lífrænum tengingum, míkrókosmos” segir Árni. 

Árni hóf listnám sitt í Fjölbrautarskóla Garðabæjar á myndlistarbraut þar sem hann féll fyrir listinni. Þaðan lagði hann leið sína í Listaháskóla íslands.  Árið 2011 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Gutaborgar í Svíþjóð þar sem hann var með vinnustofu og rak gallerí.  Eftir að fjölskyldan flutti heim árið 2016 hefur Árni verið með vinnustofu og haft listina að aðalstarfi.

Þarf mislangt samtal við myndirnar til að klára þær

„Ég trúi því að myndirnir séu aldrei tilbúnar þegar þær eru á vinnustofunni minni” segir Árni blaðamanni Innlits. Myndir sem eru miklir karakterar þurfa sumar hverjar mjög langt samtal til að klárast. Sumar fá draug í sig og þá þarf að særa hann niður sem getur tekið á sérstaklega út af einveru, ég er samt bara einn en aldrei einmanna í stúdiói.” Undanfarin ár hefur Árni yfirleitt verið með sýningar á þessum árstíma en í ár ákvað hann að bjóða þeim sem hafa áhuga á að skoða eða kaupa verk uppá persónulega heimsókn á vinnustofu sína.

“Eftir þennan langa prósess þá teikna ég einna helst hexagon mynstur með lífrænum tengingum, míkrókosmos”

“Ég er í góðri aðstöðu til að einangra mig á vinnustofunni þannig það er hægt fyrir þá sem treysta sér að hafa samband við mig og bóka tíma í heimsókn á vinnustofuna hérna í Auðbrekku 4, efri hæð. Ég er með grímur og spritt á staðnum. Einnig er hægt að hitta mig á Zoom eða Messenger. Annars langar mig að óska öllum gleðilegrar aðventu og góða heilsu á þessum kóvid tímum og vonast til að sjá sem flesta á öruggan hátt!”

 

Hægt er að bóka vinnustofuheimsókn í síma 699 8996. Vinnustofan er til húsa í Auðbrekku 4 í Kópavogi á efri hæð. Einnig býður Árni uppá að hitta áhugasama á Zoom og Messenger. Neðst á síðunni eru hnappar inná samfélagsmiðlasíður Árna en þar er hægt að sjá gott úrval verka hans.

Ljósmyndir: innlit.is

Hér er Árni að störfum á vinnustofunni en það tekur hann stundum marga mánuði að vinna eina mynd.

Árni hefur undanfarin ár yfirleitt verið með sýningar á þessum árstíma en vegna aðstæðna býður hann fólki að hitta sig á vinnustofunni þetta árið.

Svipmynd af verkum á vinnustofunni.

Suðrænir & seiðandi mockteils

Suðrænir & seiðandi mockteils

Suðrænir & seiðandi mockteils

Áfengislaus lífsstíll hefur sífellt notið meiri og meiri vinsælda. En það er samt ekki þar með sagt að þeir sem kjósi þann lífsstíl þurfi að sitja með “vatn í klaka” í óspennandi “longdrink” glasi og horfa öfundaraugum á litríka kokteila, borna fram í fallegum glösum með allskonar skrauti allt í kring. Ónei, sá tími er liðinn því sífellt færist í aukanna að barir og veitingastaðir séu farnir að sjá hag sinn í því að bjóða uppá svokalla “mockteils”.

Það eru þó staðir sem standa uppúr og eru með geggjað úrval af girnilegum mocteils og má þar nefna Coocoo´s nest og Luna Flórens út á Granda. En hún Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari, listrænn listamaður, fagurkeri og eigandi Coocoos og Luna Flórens deildi með okkur á Innlit uppskriftum og myndum af þremur fallegum mockteils.

Orðið mockteils þýðir kældur drykkur sem getur innihaldið m.a. safa, jurtir og/eða sódavatn og í öllum tilfellum án áfengis. Í dag eru allir heitustu staðir heims farnir að bjóða upp á “mockteils menu”, sem hentar vel fyrir alla sem kjósa áfengislausan lífsstíl eða hafa hreinlega ekki efni á timburmönnum næsta dag.

“Drykkirnir bragðast betur í fallegu glasi og við elskum vintage glös, þau eru líka oftast með þynnra gler sem heldur glasinu köldu” segir Íris Ann.

Sía og hrista frá GS import: gsimport.is

Matcha Mojito

  • 1 skot sítrónu/lime safa
  • 1 skot af sykursírópi
  • 1 teskeið af gæða Matcha frá Tefélaginu

Byrjið á því að sjóða vatn setja ca 2 skot af heitu vatni í bolla með teskeið af Matcha og hræra vel saman helst með Matcha hræru. Fyllið kokteilhristu með klökum og setjið svo Matcha blönduna út í. Bætið þar næst við einu skoti af sítrónusafa, einu skoti af sykursírópi og einu auka skoti af köldu vatni.
Hrista vel og njóta!

Sykursíróp aðferð:

Bræða hrásykur og vatn saman 2 hlutföll af sykri á móti vatni. Hita í potti þar til sykurinn er alveg bráðnaður. Íris mæli með hristu og síu frá GS import.


Greipaldin Gos – líka gott fyrir krakkana

  • 2 skot af ferskum greipaldin safa
  • 2 skot af rósmarín-hunangi
  • Toppa með sódavatni

Byrjið á því að kreista ferskan Greipaldin safa þannig að úr verði tvö skot af safa. Svo bætið þið við tveimur skotum af rósmarín-hunangi og toppið með sódavanti.

Rósmarín-hunang aðferð:

Hlutföllin eru sama magn af hunangi og vatni sett í pott og hitað bæta svo nokkrum rósmarín stöngum við. Gott er að láta blönduna liggja í pottinum í allavega klukkutíma og sigta.


Engifer Limoncello

  • 1 skot Aquafaba
  • 2 skot af ferskum lime/sítrónu safa
  • 1 skot af Engifersírópi

Byrjið á því að hrista öll hráefnin vel í hristara með mikið af klökum, vatnið úr klökunum þarf að bráðna út í drykkinn.

Hvað er Aquafaba:

Aquafaba er vatnið sem kemur frá því að elda kjúklingabaunir einnig er hægt að nota vökvann sem er beint úr kjúklingabaunadósum, en þetta er vegan leiðin. Til þess að fá froðu í non-vegan mocteil þá er hægt að nota eggjahvítu.

Engifersýróp:

Jöfn hlutföll af vatni og sykri, saxa niður engifer og hita saman í potti. Kæla blönduna niður og mixa svo í saman í blendir og sigta engifer frá.

 

Matcha Mojito

Bleikt greipaldin

Engifer Limoncello