Isabel Anne vinnur með Christian Bruun: Sættist loks við námið og vinnur nú sem leirgerðarkona

Isabel Anne vinnur með Christian Bruun: Sættist loks við námið og vinnur nú sem leirgerðarkona

Isabel Anne vinnur með Christian Bruun: Sættist loks við námið og vinnur nú sem leirgerðarkona

Isabel Anne er útskrifaður dýrafræðingur frá Háskólanum í Glasgow sem ákvað síðan að venda kvæði sínu í kross og skella sér í diplomanám á keramikbraut í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift í Myndlistaskólanum lá leið hennar til Kaupmannahafnar þar sem hún hefur dvalið síðastliðna mánuði sem lærlingur hjá Christian Bruun sem er einn af virtustu leirlistamönnum Danmerkur.

„Vinnan mín fyrir Christian er endalaust fjölbreytt, það er aldrei leiðinlegt! Hann hefur verið ótrúlega styðjandi yfirmaður og vill að ég læri af þessari vinnu ásamt því að stækka mína eigin sköpun og finna leið til að ég geti orðið sjálfstæð”, segir Isabel þegar við spurðum hana hvernig það er að vinna fyrir svona virtan hönnuð.

Aðspurð segist Isabel illa geta skilgreint hvaðan hún er, en reynir þó: „Ég er spænsk/ensk, fædd og uppalin í Belgíu en ég hef búið á svo mörgum stöðum í gegnum tíðina að það er erfitt að segja hvaðan ég er, nákvæmlega! Ég bý eins og er í Kaupmannahöfn þar sem ég er að vinna að verkefni sem styrkt er af Erasmus+ og er nú lærlingur hjá leirlistamanninum Christian Bruun. Ég vonast til að geta unnið sem leirgerðarkona í hjáverkum í framtíðinni, að vinna mína eigin listmuni og selja þá á netinu,” segir Isabel.

Sættist að lokum við dýrafræðina

Þegar leitað er eftir hvaðan Isabel fær innblásturinn segir hún hann alltaf leita í bakgrunn hennar í dýrafræðinni: „Þegar ég var á síðasta árinu mínu í náminu að skrifa lokaverkefni og læra fyrir lokaprófið hataði ég dýrafræðina. Ég þurfti að finna einhverjar flóttaleið og þannig uppgötvaði ég leirinn. Á fyrsta árinu mínu í MÍR (Myndlistarskólinn í Reykjavík) vildi ég ekki að dýrafræðin yrði minn aðalinnblástur, ég ýtti því frá mér. Sérstaklega þar sem þessar stressandi minningar frá því að klára námið voru mér ferskar í minni.”

„Á þessum árum þar sem ég var að læra í MÍR sættist ég við að þó námið í dýrafræðinni hafi verið tilfinningalega krefjandi, elskaði ég fagið samt sem áður. Ég held að það sé erfitt að deila um að nokkurn listamann sé að finna sem EKKI sækir innblástur sinn í náttúruna. Allavega ÞEIRRA útgáfu af náttúru, umhverfið í kringum þá eða landslagið sem þeir sækja í. Náttúran er bara þannig afl allt í kringum okkur sem allir finna fyrir, og það er mjög kraftmikið afl til sköpunar.”

„Dýrafræðin gerði mér kleift að stúdera þennan kraft á mjög vísindalegan, sundurskorinn og magnvirkan hátt. Að vinna með leir leyfir mér að skilja náttúruna á þennan hátt, án hafta og stífra vísindalegra mælinga.”

„Útskriftarverkefnið mitt hjá Mír var kallað Architecture for Insects (fornleifafræði handa skordýrum) og það var algerlega og skammarlaust innblásið af námi mínu í dýrafræði. Það verkefni var í raun ég að sætta mig við að ég ætti ekki að skammast mín fyrir það sem ég gerði áður en ég varð listamaður. Að það sé ekki listfræðilegt nám, þýðir ekki að listfræðilegt sé ekki „nytsamlegt.” Segir Isabel og heldur áfram.

„Það sem ég áttaði mig á í þessu verkefni að gerði mig öðruvísi var þessi fortíð og þessi bakgrunnur og þessvegna væri ég einstök sem leirkerasmiður. Það er tvískipting í persónuleikanum mínum, bæði sem vísindamaður og sem listamaður og ég fann loksins leið til að láta þetta tvennt vinna saman til að verða styrkur minn og innblástur,” segir Isabel.

En af hverju kallaði leirinn á hana?

„Leir er svo sérstakur. Það er engin önnur leið til að lýsa honum. Hann hefur ótrúlegt aðdráttarafl, lofar svo mörgu, veldur endalausum vonbrigðum, og samt gefur þér eitthvað alveg einstakt, það er ótrúlegt. Það getur tekið mannsævi að fullgera leirverk og samt er eiginlega ekki hægt að segja að einhver geti fullkomnað það. Leirinn er sinn eigin meistari, og hann gerir oft það sem hann vill.”

„Ég held að það sé það sem dregur mig helst að honum. Það er þetta óþekkta og endalausa lærdómskúrva, maður vonast eftir litlum óvæntum hlutum sem koma oft með ánægjulegum slysum,” segir Isabel og brosir.

Nú hefur þú opnað þína eigin vefsíðu með hönnuninni þinni, segðu okkur frá því og framtíðarplönunum.

„Ég er nú á síðustu viku í Erasmus+ verkefninu og mér finnst að þetta sé bara byrjunin. Ég er með svo mörg spennandi járn í eldinum, sérstaklega námskeiðin sem ég mun halda í stúdíóinu hans Christians í sumar og öðrum keramikstúdíóum í Kaupmannahöfn (Yonobi og Let’s Clay). Að vinna með leir er eitthvað sem hefur komið mér í gegnum erfiða tíma og ég vil geta gefið öðru fólki þessa sömu tilfinningu,” segir Isabel einlæg.

„Að vinna sjálfstætt og sem listamaður er ekki eitthvað sem þú myndir tengja við „fjárhagslega velgengni.” En ég áttaði mig fyrir löngu síðan að ég myndi frekar vilja gera eitthvað sem ég elskaði og léti mig brosa þegar ég vakna á morgnana frekar en að vinna vinnu sem borgar reikiningana en mér liði ömurlega. Sem betur fer hefur Kaupmannahöfn svo mörg tækifæri og það er borg sem getur virkilega virkað fyrir sjálfstætt starfandi fólk og listafólk sem vill búa til list og lifa á henni. Það eru ekki margir þannig staðir í heiminum.”

„Í dag er ég að skapa nýja línu sem ég er mjög spennt fyrir og ég get ekki beðið með að deila henni með fólki. Ég get ekki beðið eftir að halda ferðalaginu áfram og sjá hvert leirheimurinn tekur mig, “ segir Isabel að lokum.

Samfélagsmiðlahnappar hér fyrir neðan eru beint inná Instagram & Facebook hjá Isabel.

 
Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla rekur hönnunarfyrirtæki á Egilsstöðum og heldur úti vefsíðunni www.artless.is þar sem hún selur sína fallegu hönnun. Innlit var að skrolla á Instagram, eins og svo oft áður, í leit að skemmtilegum viðmælendum þegar hún rakst á reikninginn hennar Heiðdísar Höllu. Við fengum að senda á hana nokkrar spurningar og hér situr hún fyrir svörum.

Hver er Heiðdís Halla?

„Ég er helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu. Ég er fljótfær með fullkomnunaráráttu. Mamma segir að ég sé „fegurðarsjúklingur”, það er líklega rétt hjá henni. Ég trúi því að maður eigi að gera það sem mann langar, fylgja hjartanu, það gerir það enginn fyrir mann þó svo gott fólk geti stutt mann áfram,” segir Heiðdís og heldur áfram.

„Ég er uppalin á Egilsstöðum, farin að heiman sextán ára með fiðrildi í maganum. Hef búið síðan á Akureyri, í París, Kaupmannahöfn, Reykjavík, og er nýlega flutt aftur heim í faðm fjölskyldunnar á Egilsstöðum og verð hér þangað til annað kemur í ljós.

Ég hef tekið að mér allskonar verkefni og hef unnið á mörgum stöðum. Flugfreyja, þjónustufulltrúi í banka, hótelstýra, ræstitæknir, afgreiðsludama í sjoppu og verslunarstjóri í tískubúð, kennari svo eitthvað sé nefnt. En ég er með stúdentspróf af málabraut Menntaskólans á Akureyri, með BA próf í frönsku og diplóma í kennslufræði. Ég elska að kenna. Ég er líka menntaður grafískur hönnuður. Ástríða mín er að skapa og hanna. Ég held að minn kaótíski lífstíll og stefna hafi gefið mér skilning og næmni á alls konar fyrirbæri og fólk sem nýtist mér í minni sköpun,” segir Heiðdís.

„Í dag rek ég mitt eigið hönnunarfyrirtæki á Egilsstöðum og vefverslunina www.artless.is þar sem ég sel mína eigin hönnun.“

Segðu okkur frá artless:

„artless er vörumerkið mitt. Ég valdi nafnið þegar ég ákvað að opna vefverslun með minni eign hönnun. Mig langaði að skapa eigið nafn/vörumerki án þess að hafa eiginnafnið mitt á öllu og á bak við allt. Ég er með fullt af hugmyndum um hvert ég vil fara með vefverslunina og ætla mér að þróa hana áfram.

Mér fannst enska orðið artless ná vel utan um vörumerkið og  hönnun mína. Artless þýðir í raun; laus við tilgerð, einfalt, náttúrulegt en það getur líka þýtt laust við list og mér finnst það kallast skemmtilega á við að ég vinn flest mín verk í tölvu.“

Þegar Heiðdís Halla byrjaði í myndlistarskólanum á Akureyri var hún fyrst skráð í fagurlistadeild en fann fljótlega að önnur deild heillaði hana meira: „Ég byrjaði í fagurlistadeild en eftir einhverja mánuði fann ég mjög sterkt að ég var ekki endilega á réttum stað og fékk að skipta yfir í grafíska hönnun sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég fann það strax að ég hafði breytt rétt og hef alltaf verið sátt við að hafa skipt milli deilda. En það er svolítið undarlegt að í grafískri hönnun leitast ég mest í að skapa list, og nálgun mín er líklega blönduð nálgun af grafík og list.”


Ljósmynd/Sigga Ella

Heiðdís Halla opnaði artless.is á afmælisdaginn sinn, 4. september 2020, svo vefverslunin er ekki orðin ársgömul: „Móttökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum og gefið mér byr undir báða vængi til að halda áfram að skapa, hlusta á innsæið og framkvæma. Maður á að framkvæma ef mann langar til þess. Maður þarf að bera virðingu fyrir ferlinu og leyfa hlutunum að þróast. Ég er rosalega óþolinmóð og ég vil alltaf gera allt strax en ég er orðin betri í að muna að góðir hlutir gerast hægt. Ég er með margar hugmyndir og mörg járn í eldinum en ætla að leyfa mér að hafa tímalínuna á mínum forsendum þar sem ég sé um allt sjálf innan fyrirtækisins, nema að ég er reyndar með bókara í vinnu sem sér um pappírana, annars væri allt í rugli,” segir Heiðdís Halla og hlær.

Hvað veitir þér innblástur í þinni hönnun?

“Ég held að ég sé alltaf að leita að innblæstri og ég horfi og pæli mikið í litum og litasametningum. Ég tek myndir af áhugaverðum litasamsetningum, fjöllum og því sem vekur áhuga minn hverju sinni og styðst oft við þær myndir ef mig vantar kraft eða innblástur. Ég les mikið af hönnunarblöðum og skoða hönnunarsíður á netinu og er voða mikið með hausinn stilltan á innblásturs- og hugmyndaleit alla daga. Ég elska líka að keyra ein. Bara keyra og horfa. Þá koma oft hugmyndirnar bara sjálfkrafa til mín.”

Upplifir þú það hamlandi eða styrkjandi að koma hönnun þinni og verkum á framfæri búandi í litlu bæjarfélagi út á landi?

„Þetta er frábær spurning. Nefnilega bæði! Það er klárlega jákvæðni og kraftur sem ég fæ frá fólkinu í kringum mig hér úti á landi og fólk er mjög reiðubúið til að aðstoða og styðja mig og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég vil líka nýta þá þjónustu sem er í boði á svæðinu við framleiðslu á vörunum þá er ég að  hugsa um vistsporið sem framleiðslunni og flutningunum fylgir og um að styrkja atvinnulífið á svæðinu,“ segir Heiðdís Halla.

„En það er nú bara þannig að ég fæ ekki næstum því allt sem mig vantar hér. Hvorki þjónustu né hráefni og því þarf ég að sækja margt til Reykjavíkur eða Akureyrar. Það er líka mjög dýrt að fá hluti senda og þegar ég kaupi textíl, plakathólka, sérstakan pappír, prentun á ál og allskonar þjónustu. Kostnaðurinn er alltaf miklu hærri út af flutningskostnaði sem hægt væri að sleppa við ef ég byggi í Reykjavík. Það munar helling. Þar að auki get ég ekki skotist með pakkana sjálf í heimkeyrslu í borginni, en þangað fara langflestar vörurnar, allt fer með póstinum suður. Stundum þarf ég líka að leggja allt mitt traust á einhvern í símanum sem segir mér hvernig eitthvað muni koma út eða muni virka og svo vona ég bara það besta, það getur líka verið dýrt spaug þó það gangi líka oft upp. Ég þarf að vera þolinmóð og anda því hlutirnir taka bara hreinlega lengri tíma vegna alls konar flækjustiga. En ég er orðin sjóuð í að gera lista og gjörnýti allar mínar ferðir til að skoða og ná í það sem mig vantar. Þannig að þessi frábæra spurning er með allskonar svör. Ég gæti eflaust framkvæmt hraðar og meira ef ég byggi enn í borginni. Það þýðir ekkert að hugsa bara um það og gera ekkert. Maður nýtir það sem maður hefur og nær í hitt, þó það taki lengri tíma og sé dýrara, þá er það bara það sem þarf að gera til að framkvæma það sem mann langar til!” segir Heiðdís Halla að lokum.

Ljósmyndir Auðunn Nilsson og í einkaeigu.

Smellið á hnappana að neðan til að skoða Facebook- og Instagramsíður Artless.

 

 
“Útför á sólarströnd” í MUTT á Laugavegi-Sýning Almars Steins Atlasonar

“Útför á sólarströnd” í MUTT á Laugavegi-Sýning Almars Steins Atlasonar

“Útför á sólarströnd” í MUTT á Laugavegi-Sýning Almars Steins Atlasonar

Fyrir nokkrum árum strauk Almar úr meðferð og fór rakleiðis til eyjarinnar La Réunion í Indlandshafi og bjó þar í hálft ár. Þar var hann í sendibíl og fékkst við málverk, fegurð og sorg. Í því sem Almar lýsir sem brjálæðislegri tjáningarþrá og af yfirgengilegu skilningsleysi uðru verkin til.

Óreiða sem einkennir mörg verkanna við fyrstu sýn er vandlega uppbyggð og stærðfræðilega útreiknuð. Innri óreiða og brestir opinberast í verkunum með hráum krafti þar sem þau leitast við að sýna okkur óþægilega en fallega tilvist á heiðarlegan hátt. „Ég var að reyna að tjá upplifun af kaotískum heimi á skipulagðan máta. Það var mission-ið. Ég ætlaði að finna fagurfræðina sem er í hellamálverkum, barnateikningum og innblásnum ræðum þeirra sem hafa einungis yfirborðsþekkingu á umræðuefninu en hafa til að bera þess betra skap og eru jafnvel aðeins neðan í því. Svo strauk ég úr meðferð og flutti til Réunion. Þar, undir pálmatrjánum lærði ég að mála upp á nýtt. Mín skoðun er sú að við verðum fyrir svo tryllingslegum áhrifum og áreiti á hverjum degi að það sé enginn möguleiki að einu sinni gróf flokka það, hvað þá vinna úr því. En ég trúi á vinnu og mest trúi ég á erfiðisvinnu. Ef ég vinn og vinn og mála og mála allan daginn alla daga þá get ég kannski komist nálægt því að tjá einhver smá brot úr þeim tryllingslega innblæstri sem er fólginn, einfaldlega í því, að vera manneskja á lífi.“

Útför á sólarströnd vísar til þess að sjálfsmorðinginn jarðar sjálfan sig á hverjum degi, hundrað sinnum, í huganum.

“Af hverju að gera það einhversstaðar sem er svona kalt og glatað og dýrt að
kaupa vín? Af hverju ekki að halda glæsilega partý jarðarför sjálfum sér til heiðurs í þrjátíu
gráðu hita hvert kvöld? Ef þú reglulega endurfæðist í hverju málverki, hverju vatnsblönduðu
rommglasi, hverri nutella matskeið fyrir næringu, hverri nýrri sól og hverjum saltblautum vindling.
Þá er lífið bara löng jarðarför. Og ég hef ekki einu sinni almennilega jafnað mig á minni fyrstu
fæðingu,” segir Almar.

Almar Steinn Atlason útskrifaðist með BA í myndlist úr Listaháskóla Íslands 2018. Gjörningar hans hafa vakið athygli á undanförnum árum en mest hefur hann þó fengist við málverk. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis en þetta er önnur einkasýning hans þar sem hann sýnir málverk.

Sýning stendur nú yfir á verkum Almars í Gallery Mutt á Laugarvegi. Sýningin stendur til 16. maí næst komandi. Nánari upplýsingar er að finna í link fyrir neðan myndirnar sem vísar inná heimasíðu og samfélagsmiðla Gallery Mutt.

 

Færsla til að nota

Færsla til að nota

Hér er settur texti, til að setja myndir er farið í ADD MEDIA hér að ofan og náð í myndir. Ef þær koma of litlar inn er bendillin settur yfir, blýanturinn valinn og þá er hægt að velja stærð á mynd. Alltaf að velja Full size.

Nr. 1. Alltaf að byrja á:

Neðst á síðunni hægra megin: Hér kemur aðalmynd með frétt

2

3

 

vefsíða.is

Athugið, athugið sýning Ásgeirs Skúlasonar í Norr11

Athugið, athugið sýning Ásgeirs Skúlasonar í Norr11

Athugið, athugið sýning Ásgeirs Skúlasonar í Norr11

Ný myndlistarsýning opnaði á vegum Listvals á dögunum í Norr11 Hverfisgötu 18 með verkum eftir Ásgeir Skúlason. Sýningin heitir Athygið athugið og sýnir Ásgeir ofin textílverk þar sem hann notar krullubönd sem flestir þekkja og eru notuð utan um gjafapakka. Hann notar þriggja ása aðferð svo úr verður ísometrískt munstur sem skapar þrívídd á tvívíðum fleti. Munstrið endurtekur sig út allan ramman og skapar sjónhverfingu. Hin verkin á sýningunni eru veggskúlptúrar gerðir úr teypi sem hann rúllar í óteljandi hringi. 

Verkin einkennast af þráhyggjukenndri endurtekningu þar sem Ásgeir leitast við að fanga athygli áhorfandans en titill sýningarinnar vísar einmitt í þessa þörf til að fanga athyglina, hvort sem það er í augnablik eða til lengri tíma. Verkin láta við fyrstu sýn lítið yfir sér en þegar nær er komið sekkur maður inn í myndflötinn.

Ásgeir Skúlason f. 1984 býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í myndlist.

Sýningin stendur til 10. maí og er í Norr11- Hverfisgötu 18.

Verkalista má nálgast á vefsíðu Listvals.

 

listval.is