Uppáhalds jogginggallarnir eftir íslenska hönnuði

Uppáhalds jogginggallarnir eftir íslenska hönnuði

Uppáhalds jogginggallarnir eftir íslenska hönnuði

Það er fátt sem er meira heillandi en þæginlegur og fallegur fatnaður. Sú staðreynd að fallegir og vel hannaðir jogginggallar hafa verið að tröllríða tískuheiminum um þessar mundir er einstaklega ánægjuleg staðreynd, að margra mati, þar á meðal undirritaðar. Að klæðast fallegum jogginggalla þykir alls ekki vera “understatement” því að vera í smart jogging fötum við háa hæla og fínan frakka þykir alveg einstaklega elegant. Svo er ekki síður töff að vera í flottum grófum götuskóm við eða bara skottast um á stigaskónum!

Innlit tók saman uppáhalds jogging-dressin sín eftir íslenska hönnuði. Einstaklega smart dress öll sem eitt og hér látum við fylgja nokkrar staðreyndir um merkin og hönnuðina á bak við þau.

Hver: Bára Hólmgeirsdóttir er hönnuðurinn á bak við Aftur. Bára hefur ávallt verið langt á undan sinni samtíð þegar kemur að sjálfbærni, endurnýtingu og umhverfismálum.

Hvar: Aftur er staðsett við Laugaveg 45 í 101 Reykjavík.

Stefna: Aftur var stofnað árið 1999 og hefur allt frá byrjun hannað fatnað út frá endurunnum fatnaði. Það sem einkennir Aftur er sjálfbærni, umhverfisvitund og virðing fyrir náttúru og dýrum. Bára hlaut viðurkenninguna Eldhugi í umhverfismálum árið 2020 á vegum Reykjavíkurborgar.

Hver: Heba Björg Hallgrímsdóttir er hönnuðurinn á bak við Absence of color, eða AOC. Heba byrjaði ung í tískubransanum og hefur verið viðlogandi hann síðan hún var 17 ára. Hún ákvað árið 2013 að opna AOC. 2014 uppgvötaði Topshop merki hennar á ASOS Marketplace sem er showroom fyrir lítil sjálfstæð merki og síðan þá hefur fyrirtæki hennar farið ört vaxandi.

Hvar: AOC er staðsett í London og er með eigin verslanir í Bretlandi og í New York. Vörur AOC eru seldar í 20 verslunum í Mið-Austurlöndum sem og minni sjálfstæðum verslunum víðsvegar um Evrópu. Vörur AOC er einnig að finna í vefverslunum Topshop og Nordstrom.com 

Stefna: Tímalaus hönnun sem er mínímalísk. 

Hver: Hönnuður Katla er Áslaug Magnúsdóttir viðskiptakona og frumkvöðull. Áslaug var fyrsta kona Íslands til að útskrifast með MBA frá viðskiptadeild Harvard háskólans og hefur einnig getið af sér gott orð í heimi lúxusenda fatatískunnar í Bandaríkjunum.

Hvar: Áslaug Magnúsdóttir hefur verið búsett og starfandi í Bandaríkjunum í mörg ár og er lína hennar Katla framleidd þar ytra.

Stefna: REDUCE – REUSE – RECYCLE. Umhverfisvæn stefna í framleiðsluferli, lífræn og náttúruleg efni notuð í flíkur. Bjóða uppá tímalausa hönnun og hágæða vörur og þjónustu. Þau bjóða einnig viðskiptavinum sínum upp á að senda þeim tilbaka flíkur sem þeir hættir eru að nota þeim að kostnaðarlausu og bjóða inneign upp í næstu kaup.


Aníta Briem leikkona tekur sig vel út í hönnun KATLA. Töff joggari og skæsuleg taska með, er flott samsetning.

AOC gallarnir eru mjög “reffilegir” og flottir við CONVERSE sem og háa hæla.

Aftur stendur ávallt fyrir sínu, grófir Dr.Marteins eru alveg málið í vetur.