Árlegur listmarkaður Prent og vina í Ásmundarsal opnar 5. desember

Árlegur listmarkaður Prent og vina í Ásmundarsal opnar 5. desember

Árlegur listmarkaður Prent og vina í Ásmundarsal opnar 5. desember

Laugardaginn 5. desember kl.10:00 opnar jólasýningin „Gleðileg jól!” í Ásmundarsal en veg og vanda af verkefninu eiga þeir félagar í Prent og vinir þeir Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson í samstarfi við Ásmundarsal. Gleðileg jól! er sölusýning um 130 listamanna og sú þriðja í röðinni en áður hafa verið haldnar sýningarnar „Le Grand Salon de Noël” árið 2018 og „Ég hlakka svo til” árið 2019.

Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna.

Um 500 verk verða til sölu á sýningunni og hægt verður að pakka þeim beint í silkiþrykktan jólapappír á innpökkunarstöð Prents & vina sem sjá um sýningarstjórn.

Sýningin verðu opin á hverjum degi frá kl.10:00-18:00 fram að jólum, en vegna aðstæðna verður hleypt inn í hollum. 


Ljósmyndir: Owen Fiene. Myndirnar með færslunni eru fengnar af samfélagsmiðlasíðum aðstandenda viðburðarins og eru birtar með leyfi.

Opnun 2019. Eins og sjá má er kátt í höllinni á opnun og hefur framtakið notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður þó hleypt inn í hollum vegna aðstæðna.

Mistilteinn er sígræn jurt sem er mikilvæg í jólahefðum margra landa. Eftir að mistilteinninn hefur verið hengdur upp má kyssa þann sem gengur undir hann. Fyrir hvern koss skal taka eitt hvítt ber af mistilteininum. Frá jólasýningunni 2019.

Svipmynd úr salnum frá sýningunni „Le Grand Salon De Noël”

Svipmynd úr salnum.

Verk á leið á vegginn en á sýningunni sýna og selja þekktustu listamenn landsins og ungir og óþekktari saman og er sýningin frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að fjárfesta í list að koma og skoða úrvalið og næla sér í brot af því besta srm er að gerast í íslenskri myndlist í dag.

Verk sem keypt eru á sýningunni er pakkað inn í jólapappír sem prentaður er á staðnum og hægt er að fá jólakort volgt úr prentpressu Prent & vina á pakkann.

Skemmtilegt sjónarhorn – listin er allsstaðar.

Samkvæmt hefðinni verður sett upp grafíkvinnustofa í Gryjunni en þar eru myndlistarmenn að störfum sem hefur verið boðið að vinna í einn dag hver, stundum tveir eða fleiri saman.

DAGSKRÁ grafíkverkstæðis 2020:
———
5-6 des | Ólafur Ólafsson og Libia Castro
7-8 des | Jóna Hlíf Halldórsdóttir
9-10 des | Sólbjört Vera Ómarsdóttir
11-12 des | Curver Thoroddsen
13-14 des | Claire Paugam
15-16 des | Björn Roth
17-18 des | Páll Haukur Björnsson
19-20 des | Finnur Arnar Arnarson
21-22 des | Steinunn Eldflaug Harðardóttir
23. des | Borghildur Óskarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir

Á myndunum má sjá listamennina Hildigunni Birgisdóttur og Harald Jónsson vinna í Gryfjunni. Verk listamannana sem taka þátt fara svo á vegginn uppi í sýningarsalnum og eru til sýnis og sölu á sýningunni.