Einblínir á heilbrigðan lífsstíl án öfga

Einblínir á heilbrigðan lífsstíl án öfga

Íris Huld Guðmundsdóttir

Einblínir á heilbrigðan lífsstíl án öfga

Írisi Huld Guðmundsdóttur er ýmislegt til lista lagt en auk þess að vera menntaður íþróttafræðingur þá útskrifaðist hún sem heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition og stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum í Reykjavík. Íris Huld hefur verið með annan fótinn í líkamsræktargeiranum síðastliðin 20 ár.

Það má segja að hún hafi tekið allan skalann, áður fyrr var megin áherslan lögð á átaksnámskeið, styrk, þol og tölur á vigt. Í dag leiðbeinir hún fólki hvernig það á að takast betur á við streitu og aukið álag með öndunaræfingum, léttum teygjum og æfingum.

Íris Huld er í fullu starfi innan veggja Primal Iceland og starfar þar ásamt eiginmanni sínum Einari Carli sem er einn af stofnendum fyrirtækisins. Þar leiðir hún námskeiðið Sigrum streituna, ásamt því að bjóða upp á einkatíma í anda námskeiðsins og markþjálfun. Markþjálfunin er undir nafninu Lífsmark – Hugur & heilsa en Lífsmark stofnaði hún árið 2015 með það að markmiði að leiðbeina fólki við að finna gott jafnvægi í lífinu, tileinka sér og viðhalda nýjum venjum og síðast en ekki síst ná settum markmiðum.

Markþjálfunin og hugmyndafræðin á bak við Sigrum streituna fara vel saman. Þeir sem þjálfunina sækja eiga það allir sameiginlegt að vilja gera breytingar á sínu lífi. Flestir vita jafnframt hverju þarf að breyta til þess að öðlast bætta andlega- og líkamlega líðan. Vandinn er oft sá að erfitt er að vita hvar á að byrja og margir mikla fyrir sér fyrstu skrefin og þar kemur  Íris inn í myndina, með hvatningu og gagnlegum tólum og tækjum þegar þörf er á.

Gefum Írisi orðið.

„Ég hef alltaf haft unun af því að hreyfa mig og lengi vel taldi ég mig lifa afar heilsusamlegu lífi. En það var ekki fyrr en ég komst í kynni við heilsumarkþjálfun að ég áttaði mig á því að svo var ekki raunin. Vissulega voru margar heilsusamlegar venjur í minni daglegu rútínu en það var ansi margt sem ég þurfti að horfast í augu við og endurhugsa.

„Ég hef alltaf haft unun af því að hreyfa mig og lengi vel taldi ég mig lifa afar heilsusamlegu lífi. En það var ekki fyrr en ég komst í kynni við heilsumarkþjálfun að ég áttaði mig á því að svo var ekki raunin. Vissulega voru margar heilsusamlegar venjur í minni daglegu rútínu en það var ansi margt sem ég þurfti að horfast í augu við og endurhugsa.

Það má segja að ég hafi verið út úr stressuð týpa sem hvíldist illa, tók vinnuna með heim á koddann, æfði einhæft og átti í óheilbrigðu sambandi við mat. Í rauninni var ég föst í vítahring streitu og ójafnvægis. Í dag þegar ég lít til baka þá sé ég þetta mynstur mjög skýrt og greinilega. Það var ekki fyrr en ég fór að takast á við streituvalda í mínu lífi sem ég fór að finna fyrir auknu heilbrigði og betri líðan.“

Forsenda þess að upplifa heilbrigða sál í hraustum líkama krefst þess að hugað sé að mörgum þáttum lífsins. Mikilvægt er að stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, huga að svefngæðum, streituvöldum, hreyfingu, næringu, andlegu hliðinni og síðast en ekki síst stuðla að jákvæðum samskiptum við sína nánustu. Allir þessir þættir haldast í hendur og krefjast stöðugrar vinnu og einbeitingar.

Við þurfum að huga vel að andlegri og líkamlegri líðan því heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Á hverjum degi höfum við val um hvernig við viljum haga okkar lífi. Veljum vel og höfum heilsu okkar og hamingju ávallt að leiðarljósi.“

Þessa daga finna lang flestir fyrir auknu álagi og eru margir hverjir leitandi leiða til þess að öðlast meiri ró og betri líðan.

Það sem Íris Huld ráðleggur fólki er að byrja hægt. „Við gleypum ekki fílinn í heilu lagi, við tökum einn bita í einu. Við þekkjum það flest að ætla okkur um of og missa svo tökin.“

Gott er að byrja á því að spyrja sig einfaldrar spurningar.

Hvaða skref get ég tekið strax í dag sem færir mig nær bættri líðan?

Skrefin þurfa alls ekki að vera stór til þess að þau hafi áhrif. Hins vegar skiptir miklu máli að stíga skrefin af staðfestu og koma nýjum venjum inn í daglega rútínu.

Mikilvægt er að þörfin fyrir breyttum og bættum lífsgæðum komi innan frá og að útkoman sé heillandi og eftirsóknarverð.

Það að taka lítil skref í einu og vinna litla sigra jafnt og þétt veitir manni sjálfstraust til þess að halda vegferðinni áfram.

Nokkur ráð til að draga úr streitu:

  • Búðu til tíma fyrir daglegar öndunar- og hugleiðsluæfingar
  • Gefðu þér tíma á hverjum degi í ró og næði
  • Hreyfðu þig daglega og nærðu líkamann vel
  • Fáðu orku úr náttúrunni
  • Skapaðu góða morgunrútínu
  • Hlustaðu á líkamann og hvíldu þig þegar þörf er á
  • Dragðu úr skjánotkun og taktu allar tilkynningar á pósthólfum og smáforritum
  • Róaðu taugakerfið með því að draga úr koffíni, sykri og áfengi
  • Skráðu niður verkefnalista dagsins og hafðu hann viðráðanlegan
  • Settu mörk og settu þig í fyrsta sætið

Sigrum streituna er 4 vikna námskeið sem hefur verið haldið við afar góðan orðstír síðustu misseri og þar eru að finna mörg góð verkfæri í baráttunni við streituna.

Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund þátttakenda á áhrifum streitu á andlega og líkamlega heilsu. Auka skilning á því hvernig taugakerfið virkar og hvernig við getum með árangursríkum æfingum og ástundun stjórnað streituástandi líkamans, bætt svefngæði, líðan og endurheimt.

Á námskeiðinu læra þátttakendur m.a. öndun og æfingar sem:

  • draga úr streitu og kvíða
  • bæta líðan í stoðkerfi
  • bæta svefngæði
  • auka andlegt jafnvægi
  • draga úr vöðvaspennu
  • efla ónæmiskerfið

 

Hægt er að nálgast námskeiðið á rafrænu formi sem er tilvalið nú þegar stór hluti þjóðarinnar er heimavinnandi. Nánari upplýsingar um þjálfun Írisar Huldar er að finna á www.primal.is/streita og www.lifsmark.is næstu námskeið hefjast 11. og 12. janúar 2021.

 

Ákvað að láta gamlan draum rætast

Ákvað að láta gamlan draum rætast

Ákvað að láta gamlan draum rætast

SPA of ICELAND eru vandaðar íslenskar bað- og snyrtivörur sem ég var svo lánsöm að kynnast af eigin raun nú fyrr í sumar. SPA of ICELAND línan samanstendur af vönduðum og spennandi vörum en á bak við hana standa hjónin Fjóla og Haraldur sem hafa verið viðriðin snyrtivörumarkaðinn til fjölda ára. Mig langaði að vita meira um söguna á bak við þessar frábæru vörur og fékk því hana Fjólu G. Friðriksdóttur annan stofnanda SPA of ICELAND til að svara nokkrum spurningum og segja okkur söguna á bak við vörumerkið.

Ég og eiginmaður minn, Haraldur Jóhannsson, stofnuðum SPA of ICELAND árið 2015. Eftir 30 ár í snyrtivöruinnflutning ætluðum við að setjast í helgan stein en þá skaut upp gamalli hugmynd að hanna okkar eigin vörulínu. Við létum því gamlan draum rætast og byrjuðum að undirbúa baðlínu SPA of ICELAND sem kom á markað í ágúst 2018.

Þar sem ég er mikil baðkona og elska heima dekurstund lá beint við að nota íslenska saltið í vörulínuna en hreinkleiki kristalssalts gerir það að góðum grunni fyrir margskonar baðvörur eins og baðsölt og líkamsskrúbba. Einnig notum við saltið til þykkingar í hreinsivörur eins og sjampó, sturtusápu og handsápu en salt er mjög gott fyrir húð og hár.

Þar sem ég er mikil baðkona og elska heima dekurstund lá beint við að nota íslenska saltið í vörulínuna en hreinkleiki kristalssalts gerir það að góðum grunni fyrir margskonar baðvörur eins og baðsölt og líkamsskrúbba. Einnig notum við saltið til þykkingar í hreinsivörur eins og sjampó, sturtusápu og handsápu en salt er mjög gott fyrir húð og hár.

Hvernig er þín daglega rútína?
Mín daglega baðrútina er nú venjulega snögg morgunsturta og hárþvottur, en ekkert er betra þegar komið er heim en að láta renna í heitt bað, setja baðsalt í vatnið og kveikja á kerti, slaka á og tæma hugann. Við erum með mismunandi olíur og ilmi í söltunum og það fer allt eftir því hvernig mér líður hvaða salt og kerti ég vel þann daginn. Mikilvægt er að skrúbba og hreinsa húðina einu sinni til tvisvar í viku og bera á hana gott líkamskrem á eftir.

Nú hafa vörur frá SPA of ICELAND unnið til alþjóðlegra verðlauna, hvað höfðuð þig í huga við val á innihaldefnum?
Ég er menntaður snyrtifræðingur og var svo heppin að vinna með heimsfrægum snyrtivörumerkjum sem við fluttum inn í okkar gamla rekstri.

Ég sótti námskeið og þjálfun hjá þessum framleiðendum þannig að ekki var hjá því komist að læra aðeins inn á snyrtivörumarkaðinn. Því var ég nokkuð viss hvaða aðalinnihaldsefni ég vildi hafa í baðlínunni okkar.

Vörurnar innihalda meðal annars hafþyrnisþykkni, Sæta möndluolíu, Kakófræ-smjör og Shea Butter svo eitthvað sé nefnt. Þessi næringarefni mýkja og næra húðina og koma þannig í veg fyrir þurrk, enda hefur handsápan og handáburðurinn unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir góða samsetningu.

Áttu þér uppáhaldsvöru úr línunni ykkar?
Það er mjög erfitt fyrir mig að velja eina vöru, þær eru allar frábærar hver á sinn hátt. Til að nefna eitthvað þá er það nú samt þannig að baðsöltin, kertin og ilmstáin eiga smá auka stað í hjarta mínu, en nöfnin Fjóla, María og Sara eru nöfnin á ömmustelpunum okkar. Hvíti líkamsskrúbburinn er líka smá uppáhald, hann er léttur og freyðandi og því verður húðin svo mjúk og endurnærð eftir notkun.

Hægt er að nálgast vörur Spa of Iceland inná vefverslun þeirra en þar er einnig að finna lista yfir útsölustaði. Þið finnið link hér fyrir neðan.

 

 


Myndir birtar með leyfi Spa of Iceland