Íris Huld Guðmundsdóttir

Það skemmtilega við leiklist er að maður hættir aldrei að læra

Jóel Sæmundsson leikari hefur verið áberandi á skjám landsmanna uppá síðkastið. Hann fór með stórt hlutverk í íslensku þáttaröðinni Ráðherrann sem sýndir voru nýlega á Rúv. Einnig fór hann með hlutverk Magga í kvikmyndinni Vesalings elskendur, kvikmynd í framleiðslu LittleBig production, leikstýrð af svíanum Maximilian Hult.

Sú mynd hlaut þrjár Eddu tilnefningar í ár, en Jóel var útnefndur fyrir hlutverk sitt sem leikari í aukahlutverki. Hann setti líka upp og lék einleikinn Hellisbúann, sem sló svo rækilega í geng að sýningin var sett upp í Las Vegas 2018. Fór með hlutverk í Hallmark myndinni Love on Iceland sem var sýnd í Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan og á Stöð 2.

Síðast en alls ekki síðst þá hefur hann farið listavel með hlutverk “James Bond” iðnaðarmanna í auglýsingum Húsasmiðjunar, sem passar vel við núna enda stendur hann í bullandi framkvæmdum þessa dagana.  Þetta er svona brot af þeim hlutverkum sem Jóel hefur tekið að sér í gengum tíðina. En hann tekur sig alls ekki of hátíðlega og stutt í grínið.

Jóel er í úlpu frá ZO•ON á myndunum sem voru teknar í garði Einars Jónssonar.

Við fengum Jóel til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur og byrjuðum á því að spyrja:

Hver er Jóel?
“Ég er bara ég, það er svo margt og flókið, en samt svo einfalt. Ég er leikari, faðir og sonur, ekki endilega í þessari röð. Kem frá stórborginni Þórshöfn Langanesi. Charles bukowski og Alan Watts eru mínir andlegir sálubræður.”

Jóel útskrifaðist með BA í leiklist frá Rose Bruford árið 2009 sem státar sig m.a. af leikurum eins og Gary Oldman. “Ég er ennþá að læra og það er nú það skemmtilega við leiklist er að maður hættir aldrei læra.

Ég er leikari, faðir og sonur, ekki endilega í þessari röð. Kem frá stórborginni Þórshöfn Langanesi. Charles bukowski og Alan Watts eru mínir andlegir sálubræður.”

En hvar höfum við einna helst séð þig?
“Kannski bara í búðinni? Annars kláraði ég að sýna Hellisbúann 2019 og núna voru að klárast sýningar á Ráðherranum.”

Hvar munum við sjá þig?
“Vonandi mætir þú á sýningar og eða horfir á eitthvað skemtilegt sem ég hef verið að leika í. Annars er það bara búðinn sko.”

Eins og kemur fram þá er Jóel í framkvæmdum þessa dagana en hann er að taka í gegn hús sem hann keypti sér rétt fyrir utan Reykjavík. “Ég er á fullu í húsaframkvæmdum að reyna gera eitthvað fínt. Eins er ég að bíða eftir því að maður megi fara vinna aftur við að skemmta fólki, svo er ég að æfa verk sem planað er að sýna í lok febrúar (það átti vera í október en hey það frestaðist) svo er ég líka reyna skrifa nýjan einleik sem mig langar henda upp 2021. Fínt henda þessu út til setja “skrifi-pressu” á mann.”

Framtíðarplönin?
“Halda áfram að lifa mínu lífi, ná markmiðum og elta drauma og jú svo ætla ég fá mér borða líka.”

En svona af því að það er kóvid og við erum föst á eyju þá er ein spurning að lokum. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og farið hvert í heimi sem er, hvert myndir þú fara og hvern myndir þú taka með þér?
“Svo margir staðir, en ég myndi annarsvegar fara til Grænlands og taka föður minn með og láta mömmu bara til systra minna á meðan, segir hann og hlær. Eða skemmtisigling með krökkunum mínum, eða til Sviss að renna okkur.”

Við óskum Jóel góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með honum í leiklistinni.

Share This