Suðrænir & seiðandi mockteils
Áfengislaus lífsstíll hefur sífellt notið meiri og meiri vinsælda. En það er samt ekki þar með sagt að þeir sem kjósi þann lífsstíl þurfi að sitja með “vatn í klaka” í óspennandi “longdrink” glasi og horfa öfundaraugum á litríka kokteila, borna fram í fallegum glösum með allskonar skrauti allt í kring. Ónei, sá tími er liðinn því sífellt færist í aukanna að barir og veitingastaðir séu farnir að sjá hag sinn í því að bjóða uppá svokalla “mockteils”.
Það eru þó staðir sem standa uppúr og eru með geggjað úrval af girnilegum mocteils og má þar nefna Coocoo´s nest og Luna Flórens út á Granda. En hún Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari, listrænn listamaður, fagurkeri og eigandi Coocoos og Luna Flórens deildi með okkur á Innlit uppskriftum og myndum af þremur fallegum mockteils.
Orðið mockteils þýðir kældur drykkur sem getur innihaldið m.a. safa, jurtir og/eða sódavatn og í öllum tilfellum án áfengis. Í dag eru allir heitustu staðir heims farnir að bjóða upp á “mockteils menu”, sem hentar vel fyrir alla sem kjósa áfengislausan lífsstíl eða hafa hreinlega ekki efni á timburmönnum næsta dag.
“Drykkirnir bragðast betur í fallegu glasi og við elskum vintage glös, þau eru líka oftast með þynnra gler sem heldur glasinu köldu” segir Íris Ann.
Sía og hrista frá GS import: gsimport.is
Matcha Mojito
- 1 skot sítrónu/lime safa
- 1 skot af sykursírópi
- 1 teskeið af gæða Matcha frá Tefélaginu
Byrjið á því að sjóða vatn setja ca 2 skot af heitu vatni í bolla með teskeið af Matcha og hræra vel saman helst með Matcha hræru. Fyllið kokteilhristu með klökum og setjið svo Matcha blönduna út í. Bætið þar næst við einu skoti af sítrónusafa, einu skoti af sykursírópi og einu auka skoti af köldu vatni. Hrista vel og njóta!
Sykursíróp aðferð:
Bræða hrásykur og vatn saman 2 hlutföll af sykri á móti vatni. Hita í potti þar til sykurinn er alveg bráðnaður. Íris mæli með hristu og síu frá GS import.
Greipaldin Gos – líka gott fyrir krakkana
- 2 skot af ferskum greipaldin safa
- 2 skot af rósmarín-hunangi
- Toppa með sódavatni
Byrjið á því að kreista ferskan Greipaldin safa þannig að úr verði tvö skot af safa. Svo bætið þið við tveimur skotum af rósmarín-hunangi og toppið með sódavanti.
Rósmarín-hunang aðferð:
Hlutföllin eru sama magn af hunangi og vatni sett í pott og hitað bæta svo nokkrum rósmarín stöngum við. Gott er að láta blönduna liggja í pottinum í allavega klukkutíma og sigta.
Engifer Limoncello
- 1 skot Aquafaba
- 2 skot af ferskum lime/sítrónu safa
- 1 skot af Engifersírópi
Byrjið á því að hrista öll hráefnin vel í hristara með mikið af klökum, vatnið úr klökunum þarf að bráðna út í drykkinn.
Hvað er Aquafaba:
Aquafaba er vatnið sem kemur frá því að elda kjúklingabaunir einnig er hægt að nota vökvann sem er beint úr kjúklingabaunadósum, en þetta er vegan leiðin. Til þess að fá froðu í non-vegan mocteil þá er hægt að nota eggjahvítu.
Engifersýróp:
Jöfn hlutföll af vatni og sykri, saxa niður engifer og hita saman í potti. Kæla blönduna niður og mixa svo í saman í blendir og sigta engifer frá.
Bleikt greipaldin
Engifer Limoncello
Ljósmyndir: Íris Ann