Sleppti árlegri golfferð og gaf í staðin út sína fyrstu skáldsögu
Nýverið gaf Lára Óskarsdóttir myndlistarkennari og markþjálfi út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitið Litli garðurinn. Bókin hefur hlotið mikið lof lesanda fyrir að vera einstaklega spennandi bók sem heldur lesendum við efnið. Eins og fyrr segir er þetta fyrsta skáldsaga Láru sem ákvað í staðinn fyrir að fara í hina árlegu golfferð til útlanda að ráða frekar til sín hóp af góðum konum til aðstoðar við útgáfu bókar sinnar.
Innlit hafði samband við Láru og bað hana að segja sér aðeins frá tilurð bókarinnar. “Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, leikhúsi og bíómyndum þó ég hafi ekki gefið mér tíma fyrr til að skrifa heildstæða sögu. Litli Garðurinn er fyrsta skáldsagan mín og er ég stolt af því að hafa gefið hana út sjálf.” Eins og allt nýtt var ferlið hjá Láru ákveðinn skóli en hún réði til sín ritstjóra, yfirlesara og aðila til að vinna kápuna. „Ég ákvað að leggja alúð í bókakápu og hönnun hennar og fékk til liðs við mig ungar konur sem kunna sitt fag” segir Lára. En til liðs við sig fékk hún þær Ingu Björk Andrésdóttur sem gerði kápumynd bókarinnar og Andreu Guðrúnu Lóudóttur sem sá um grafíska hönnun.
“Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, leikhúsi og bíómyndum þó ég hafi ekki gefið mér tíma fyrr til að skrifa heildstæða sögu. Litli Garðurinn er fyrsta skáldsagan mín og er ég stolt af því að hafa gefið hana út sjálf.”
Lára heldur áfram „Það er líka bratti að koma sér á framfæri, sem nýr höfundur, en ekki ókleifur.” Litli Garðurinn hefur fengið mjög góð viðbrögð hjá lesendum sem margir hafa sent Láru skemmtileg skilaboð en margir sleppa ekki hendinni af bókinni fyrr en þeir vita málalok. Svona upplifun lesenda segir Lára gefa sér orku í næstu skrif en Lára hefur hafist handa við nýja bók.” Áskorun að skrifa líf inn í texta Skemmtilegasta áskorunin varðandi skrifin finnst höfundinum að skrifa líf inn í texta, skapa aðstæður og semja samtöl. Við þá vinnu finnst Láru hún þurfa að fylgja ákveðnum þræði því sköpunin krefst heilinda gagnvart persónunum sem hún skapar.
„Þegar ég las textann minn yfir, sem ég gerði aftur og aftur, fann ég hvenær ég náði að fylgja þræðinum og hvenær ekki. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Íslensk fjölskylda verður fyrir þeim voveiflega atburði á Spáni að barninu þeirra er rænt. Í kjölfarið hefst atburðarrás sem heldur lesandanum allt til enda. Aðalpersónur Litla garðsins takast á við aðstæður sem reyna á og á þeirra fjörur reka persónur sem glæða söguna dýpt en Lára fékk hugmyndina að sögunni úr viðtali við franska konu sem varð fyrir sambærilegri reynslu. “
Myndin utan á kápunni vísar í efni sögunnar sem á sér stað, að hluta, í Barselóna. Myndin sýnir útlínur La Sagrada Familía kirkjunnar en garðurinn þar við hliðina er svið sem ég nota í bókinni” segir Lára að lokum