Listamaður sem rokkar – Innlit heimsækir vinnustofu Árna Bartels

Í Auðbrekku í Kópavogi hefur myndlistarmaðurinn Árni Bartels komið sér vel fyrir. Myndir Árna eru litríkar og fullar af lífi. Hann hefur í gegnum tíðina unnið með olíumálningu á striga og vatnsliti á pappír en uppá síðkastið hefur hann verið að vinna með hart efni, viðarplötur á eikargrind. Það tekur Árna marga mánuði að undirbúa efnið og pússa það niður þannig að áferðin á efninu verði það slétt að það glittir í æðar viðarins í gegnum marg málað og sprautaðann flötinn. En hann hefur meðal annars sprautað eikargrindina á sprautuverkstæði og þvælst á milli vinnustofunnar og sprautuverkstæðis með risa stór verk. “Eftir þennan langa prósess þá teikna ég einna helst hexagon mynstur með lífrænum tengingum, míkrókosmos” segir Árni. 

Árni hóf listnám sitt í Fjölbrautarskóla Garðabæjar á myndlistarbraut þar sem hann féll fyrir listinni. Þaðan lagði hann leið sína í Listaháskóla íslands.  Árið 2011 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Gutaborgar í Svíþjóð þar sem hann var með vinnustofu og rak gallerí.  Eftir að fjölskyldan flutti heim árið 2016 hefur Árni verið með vinnustofu og haft listina að aðalstarfi.

Þarf mislangt samtal við myndirnar til að klára þær

„Ég trúi því að myndirnir séu aldrei tilbúnar þegar þær eru á vinnustofunni minni” segir Árni blaðamanni Innlits. Myndir sem eru miklir karakterar þurfa sumar hverjar mjög langt samtal til að klárast. Sumar fá draug í sig og þá þarf að særa hann niður sem getur tekið á sérstaklega út af einveru, ég er samt bara einn en aldrei einmanna í stúdiói.” Undanfarin ár hefur Árni yfirleitt verið með sýningar á þessum árstíma en í ár ákvað hann að bjóða þeim sem hafa áhuga á að skoða eða kaupa verk uppá persónulega heimsókn á vinnustofu sína.

“Eftir þennan langa prósess þá teikna ég einna helst hexagon mynstur með lífrænum tengingum, míkrókosmos”

“Ég er í góðri aðstöðu til að einangra mig á vinnustofunni þannig það er hægt fyrir þá sem treysta sér að hafa samband við mig og bóka tíma í heimsókn á vinnustofuna hérna í Auðbrekku 4, efri hæð. Ég er með grímur og spritt á staðnum. Einnig er hægt að hitta mig á Zoom eða Messenger. Annars langar mig að óska öllum gleðilegrar aðventu og góða heilsu á þessum kóvid tímum og vonast til að sjá sem flesta á öruggan hátt!”

 

Hægt er að bóka vinnustofuheimsókn í síma 699 8996. Vinnustofan er til húsa í Auðbrekku 4 í Kópavogi á efri hæð. Einnig býður Árni uppá að hitta áhugasama á Zoom og Messenger. Neðst á síðunni eru hnappar inná samfélagsmiðlasíður Árna en þar er hægt að sjá gott úrval verka hans.

Ljósmyndir: innlit.is

Hér er Árni að störfum á vinnustofunni en það tekur hann stundum marga mánuði að vinna eina mynd.

Árni hefur undanfarin ár yfirleitt verið með sýningar á þessum árstíma en vegna aðstæðna býður hann fólki að hitta sig á vinnustofunni þetta árið.

Svipmynd af verkum á vinnustofunni.

Share This