Innlit á veitingastaðinn Reykr í Hveragerði

Það var hans eigin græðgi sem rak Jón Aron Sigmundson matreiðslumaður í að læra matreiðslu. Í dag rekur hann veitingastaðinn Reykr í Hvergagerði og notar hráefni úr nærumhverfi sínu í rétti á matseðil. Veitingastaðurinn stendur við bakka Varmá sem rennur í gegnum bæinn en útsýnið er alveg með eindæmum úr veitingasalnum.

Við hjá Innlit hittum Jón Aron eiganda Reykr í sumar, fengum að bragða á dýrindis réttum og heyra söguna á bak við staðinn.

Þess má til gamans geta að veitingastaðurinn Reykr ætlar að bjóða uppá skötuveislu fyrir áhugasama á Þorláksmessu.

 


Myndataka: Ásta Jónína – Klipping: Þurý Bára Birgisdóttir – Leikstjórn: Signý Rós – Spyrill: Maria Aracelli – Framleiðsla: Auður Eva Ásberg

 

Vefsíða: www.reykr.is

Share This