Hönnun full af húmor og allskonar karakterum
Eyglo er fatamerki hannað af Eygló Margréti Lárusdóttur. Það er mjög auðvelt að verða hugfangin af hönnun Eyglóar og ég sé alveg fyrir mér þegar sundlaugar landsins opna aftur að spóka mig um í sundbol með plíseringum á bakinu sem ég gjörsamlega féll fyrir!
Fatnaður hennar er líflegur, skemmtilegur og fullur af karakterum það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sem sé “dull” við hann! Á heimasíðu Eyglo segist Eygló sækja sér innblástur í sjónvarpsþætti á borð við “Murder She Wrote” allt til kristinnar trúar.
Ég tók saman fimm af mínum uppáhalds flíkum frá Eyglo.
Ljósmyndir: Magnús Andersen fyrir Tides Magazine. Anna Maggý tók myndir nr. 1, 2 og 4. Birt með leyfi Eyglóar.
Flíkur sem vísa þér veginn
Flippuð peysa með fljúgandi varalit
Elegant kjóll og sokkar í stíl fyrir þær sem elska renndur
Fallegt “náttúrudress” úr línunni Þingvellir
Geggjaður sundbolur með plíseringu á bakinu
Vefsíða: eyglocollection.com
Verslun: kioskreykjavik.com