Hanna unisex fatnað fyrir grunnskólabörn

Eva og Oddný eru með frekar ólíkan bakrunn, Eva er með gráðu í markaðsfræðum og mannauðsstjórnun en Oddný er hjúkrúnarfræðingur að mennt og vinnur sem slíkur hún er einnig með brennandi áhuga á handavinnu. En þær eiga þó eitt og annað sameiginlegt sem leiddi þær út í það að fara að hanna saman fatnað fyrir börn. Svona fyrir utan það að vera mágkonur, þá eru þær báðar fagurkerar, hafa næmt auga fyrir hönnun og finnst mjög gaman að versla fatnað! Þær eiga líka börn á grunnskólaaldri og fundu þörf til að sinna þeim markaði hvað varðar þæginlegan, mjúkan og kynlausum fatnað.

Hefur lengi langað að fara saman út í rekstur 

“Okkur hefur lengi langað að fara út í rekstur saman og áttum næstum 3ja ára gamalt vinnuskjal með hugmyndum að vörumerkjum til að flytja inn sem við dustuðum rykið af reglulega. Við vorum þá báðar í fullri vinnu og með lítil börn þannig að það gerðist lítið. Síðasta vetur var ég að vakna aftur til lífsins eftir kulnun og Oddný í fæðingarorlofi þá ákváðum við að skoða þetta fyrir alvöru, segir Eva, en sáum þá fljótt að flest þessara vörumerkja sem við höfðum listað niður voru nú fáanleg á íslenskum markaði.

“Það sem þessi vörumerki áttu sameiginlegt var að þau fókusa að mestu á ungabörn og unga krakka. Við sáum þá að það vantaði frekar fatnað og vörur fyrir börn á grunnskólaaldri og verandi móðir tveggja barna á þeim aldri þá hafði ég upplifað það af eigin raun hvað það getur verið erfitt að fá fatnað við hæfi, bætir Eva við. Út frá því fórum við að skoða vörumerki til innfluttnings sem væru með gott úrval fyrir grunnskólabörn en svo virðist sem það sé gat í þessum markaði á fleiri stöðum en á Íslandi og fundum við ekkert sem okkur leist á.”

Fatnaðurinn sem við vorum að leita eftir þurfti að tikka í nokkur box hvað varðar þægindi og gæði, hann þurfti einnig að henta íslensku veðurfari, vera kynlaus og að sjálfsögðu á viðráðanlegu verði fyrir allflesta.

Segið mér aðeins frá þessari pælingu að vera með UNISEX fatnað? “Öll okkar hönnun, hvort sem það eru snið eða litir er gert með einstaklinginn í huga ekki kyn. Börn eiga ekki að óttast að versla það sem þeim þykir flott því það er búið að setja þau og fatnaðinn í eitthvað fyrirfram ákveðið box. Við leggjum líka mikið upp úr því að sýna fjölbreytileikann á samfélagsmiðlum því við sem foreldrar þurfum oft líka að koma okkur út úr þessu boxi.

Hvar er hægt að nálgast vörurnar? “Vörurnar verða fáanlegar í netverslun okkar. Þar verður að finna peysur, buxur, boli, jakka, húfur, sundpoka og fleiri fylgihluti. Við ætlum að vera duglegar að bæta nýjum vörum við reglulega í stað þess að koma með heilar vörulínur nokkrum sinnum yfir árið.”

 

Hér má sjá dæmi um hönnun tvíeykisins. Fyrir neðan myndir er linkur á Fésbókarsíðu og Instagram ELEVEN RVK.

 

Vefsíða og verslun: www.elevenrvk.is

Share This