Coocoos Nest og Luna Florens – tvær perlur á Grandanum
Við Grandagarð 23 of 25, í gömlu sjarmerandi netageymslu skúrunum eru tveir staðir sem alltaf er gaman að heimsækja. Þessir staðir heita Coocoos Nest og Luna Flórens og eru þetta fjölskyldustaðir, sama fjölskyldan rekur þá báða og er það hluti af sjarmanum sem stafar af þessum systurstöðum.
Hjónin Íris Ann og Lucas Keller stofnuðu fyrirtækið árið 2013 og hafa nú tveir öflugir drengir bæst í fjölskylduna sem taka virkan þátt í stuði og stemningu staðanna. Lucas er ástríðukokkur frá Kaliforníu sem menntaði sig og starfaði við matreiðslu á Ítalíu en Íris er ljósmyndari og fagurkeri og margt fleira. Saman skapa þau ásamt sínu fólki einstakt umhverfi, viðmót og síðast en ekki síst bjóða þau uppá frábæra upplifun í mat og drykk, auk þess sem þau eru með ýmsan spennandi varning á boðstólnum
Fjölskyldan hefur að sjálfsögðu lagað sig að aðstæðunum sem hafa skapast í samfélaginu upp á síðkastið og bjóða uppá girnilegan heimsendingarmatseðil frá Coocoos Nest þar sem verðlaunaða súrdeigsbrauð staðarins er sjaldnast langt undan.
Á Luna Flórens en áherslan á spennandi te og kokteila en hægt að panta mat af matseðli Coocoos. Það er mikið úrval af fögrum munum og ýmsu sem skemmtileg er að gefa og er þetta einn af uppáhalds stöðum þeirrar sem skrifar pistilinn til að kaupa fallegar smágjafir eins og fyrir afmæli vinkvenna á þessum töfrastað.
Hægt er að kaupa sér (eða einhverjum sem við elskum) blómvendi, pottablóm, eðalsteina, seremóníukakóstykki, ilmkerti og margt fleira sem gefur lífinu lit og töfra.
Hér að neðan birtum við nokkrar myndir frá báðum stöðunum en þær fengum við að láni af instagram og facebókar síðum staðanna sjálfra og eru birtar með leyfi eigenda.
Spennandi take away matseðill
Súrdeigspizza í hollari, og betri kanntinum
Svalandi og fallegir drykkir eru alltaf viðeigandi
Töfrasteinar með góðri orku – óskaðu þér
Ilmkerti og kósí
Seremóníu cacao fyrir draumana