Ákvað að láta gamlan draum rætast

SPA of ICELAND eru vandaðar íslenskar bað- og snyrtivörur sem ég var svo lánsöm að kynnast af eigin raun nú fyrr í sumar. SPA of ICELAND línan samanstendur af vönduðum og spennandi vörum en á bak við hana standa hjónin Fjóla og Haraldur sem hafa verið viðriðin snyrtivörumarkaðinn til fjölda ára. Mig langaði að vita meira um söguna á bak við þessar frábæru vörur og fékk því hana Fjólu G. Friðriksdóttur annan stofnanda SPA of ICELAND til að svara nokkrum spurningum og segja okkur söguna á bak við vörumerkið.

Ég og eiginmaður minn, Haraldur Jóhannsson, stofnuðum SPA of ICELAND árið 2015. Eftir 30 ár í snyrtivöruinnflutning ætluðum við að setjast í helgan stein en þá skaut upp gamalli hugmynd að hanna okkar eigin vörulínu. Við létum því gamlan draum rætast og byrjuðum að undirbúa baðlínu SPA of ICELAND sem kom á markað í ágúst 2018.

Þar sem ég er mikil baðkona og elska heima dekurstund lá beint við að nota íslenska saltið í vörulínuna en hreinkleiki kristalssalts gerir það að góðum grunni fyrir margskonar baðvörur eins og baðsölt og líkamsskrúbba. Einnig notum við saltið til þykkingar í hreinsivörur eins og sjampó, sturtusápu og handsápu en salt er mjög gott fyrir húð og hár.

Þar sem ég er mikil baðkona og elska heima dekurstund lá beint við að nota íslenska saltið í vörulínuna en hreinkleiki kristalssalts gerir það að góðum grunni fyrir margskonar baðvörur eins og baðsölt og líkamsskrúbba. Einnig notum við saltið til þykkingar í hreinsivörur eins og sjampó, sturtusápu og handsápu en salt er mjög gott fyrir húð og hár.

Hvernig er þín daglega rútína?
Mín daglega baðrútina er nú venjulega snögg morgunsturta og hárþvottur, en ekkert er betra þegar komið er heim en að láta renna í heitt bað, setja baðsalt í vatnið og kveikja á kerti, slaka á og tæma hugann. Við erum með mismunandi olíur og ilmi í söltunum og það fer allt eftir því hvernig mér líður hvaða salt og kerti ég vel þann daginn. Mikilvægt er að skrúbba og hreinsa húðina einu sinni til tvisvar í viku og bera á hana gott líkamskrem á eftir.

Nú hafa vörur frá SPA of ICELAND unnið til alþjóðlegra verðlauna, hvað höfðuð þig í huga við val á innihaldefnum?
Ég er menntaður snyrtifræðingur og var svo heppin að vinna með heimsfrægum snyrtivörumerkjum sem við fluttum inn í okkar gamla rekstri.

Ég sótti námskeið og þjálfun hjá þessum framleiðendum þannig að ekki var hjá því komist að læra aðeins inn á snyrtivörumarkaðinn. Því var ég nokkuð viss hvaða aðalinnihaldsefni ég vildi hafa í baðlínunni okkar.

Vörurnar innihalda meðal annars hafþyrnisþykkni, Sæta möndluolíu, Kakófræ-smjör og Shea Butter svo eitthvað sé nefnt. Þessi næringarefni mýkja og næra húðina og koma þannig í veg fyrir þurrk, enda hefur handsápan og handáburðurinn unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir góða samsetningu.

Áttu þér uppáhaldsvöru úr línunni ykkar?
Það er mjög erfitt fyrir mig að velja eina vöru, þær eru allar frábærar hver á sinn hátt. Til að nefna eitthvað þá er það nú samt þannig að baðsöltin, kertin og ilmstáin eiga smá auka stað í hjarta mínu, en nöfnin Fjóla, María og Sara eru nöfnin á ömmustelpunum okkar. Hvíti líkamsskrúbburinn er líka smá uppáhald, hann er léttur og freyðandi og því verður húðin svo mjúk og endurnærð eftir notkun.

Hægt er að nálgast vörur Spa of Iceland inná vefverslun þeirra en þar er einnig að finna lista yfir útsölustaði. Þið finnið link hér fyrir neðan.

 

 


Myndir birtar með leyfi Spa of Iceland

Share This