Innlit til Guðmundar í Skálakoti
Guðmundur Viðarson í Skálakoti stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun sem ungur maður, nýbúinn að kaupa bú af afa sínum, hvort hann ætlaði að verða hinn hefðbundni bóndi eða fara í nýsköpun. Hann stökk út í óvissuna og rekur nú í dag eitt fallegasta hótelsetur landsins.
Við hjá Innlit hittum hann Guðmund í byrjun sumars, fengum að heyra söguna á bak við Skálakot og þá fallegu hönnun sem hótelið skartar. Einnig kynnumst frumkvöðlinum, Guðmundi, manninum á bak við Skálakot.
Myndir birtar með leyfi. Myndataka og klipping: Ásta Jónína Arnardóttir. Leikstjórn: Signý Rós
Vefsíða: skalakot.is